Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1931, Síða 16

Náttúrufræðingurinn - 1931, Síða 16
10 væri eldsprunga byrjuð a'ð gjósa. Um kveldiÖ, er dimma tók, lýstu gossúlurnar sem eldstólpar; sló eld- bjarmanum hátt á loft og rann sam- an í eitt á himninum frá báÖum eldstöövunum. Dunur heyrÖust i bygðina frá eldunum, líkt og stór- skotadrunur í fjarska. LítiÖ ösku- fall fylgdi gosinu og eigi svo að nein veruleg spjöll yrðu á haglendi, en víða dökknuðu fannir í nágrenni Heldu. Á 5. degi eftir að gosin byrjuðu (29. april) kom Ólafur fsleifsson í Þjórsártúni fyrstur rnanna að nyrðri eldstöðvunum. Voru þær norðvestanvert við fjallið Hrafna- björg, um 14 km. í norðaustur frá Heklu. Þar hafði myndast 4—5 km. löng eldsprunga, er gekk til suðvesturs yfir Hrafnabjargaöldu og þaðan áfram til suðvesturs yfir flatlenda lægð og síðan yfir hæða- hrygg, er kallast Krókagilsalda (eða Krókagiljabrún). Þá voru gosin hætt nema í þeim hluta sprungunn- ar, sem lá yfir dældina; voru þar nokkurir gígar gjósandi. Um dæld þessa lá Fjallabaksvegur nyrðri og um hana rann Helliskvísl til norð- vesturs út á hagablett, er hét Lamba- fit, og þaðan til norðurs út i Tungnaá. Allmikið hraun hafði runnið frá gígunum og hulið Lambafit. Hafði það fallið yfir Fjallabaksveg á 8—900 m. kafla. Er Ólafur var þar, féllu hraun- straumar frá gigunum. Jókst hraunið eftir það og stiflaði Hell- iskvisl, svo ganga mátti þurrum fótum yfir farveg hennar norðan við hraunið. Hefir hún síðar rutt sér leið yfir hraunið og myndað tjörn eða lón við hraunjaðarinn, en ekki náð rensli aftur norður í Tungnaá. — 30. april komu menn frá Eyrarbakka að gosstaðnum, gusu þá þessir sömu gígar hrauni 50—150 m. hátt, en gosmekki lagði hátt í loft upp. — 1. mai kom Eggert Briem frá Viðey þangað. Voru ])á 5 gígar gjósandi á eld- sprungunni í lægðinni; var sá nyrsti stærstur. Rann frá honum glóandi hraunelfa og jók við hraun- ið. í hraunbráðinu í þessum gig sá hann hnöttótta hraunsteina, er fallið höfðu úr gigbörmunum i hraunleðjuna; urðu þeir rauðgló- andi, en héldust óbráðnir í hraun- * leðjunni og þyrluðust upp með hraungusunum. Af þessu má ráða, að hraunleðjan hafi eigi verið ^ nema um noo° (C.) heit, því að blágrýti bráðnar við 1150° hita. Magnús Ólafsson ljósmyndari kom að Hrafnabjargaeldinum 3. maí, var þá stærsti gigurinn einn gjós- andi. Guðmundur Björnson land- læknir var við eldana 8. og 9. mai. Var aðalgigurinn þá enn gjósandi og rann frá honum glóandi hraun- straumur, og hraungusurnar hóf- ust 80 m. upp úr gígnum. Eftir þetta sáust úr bygðinni i björtu veðri gosmekkir og eld- blossar við Hrafnabjörg fram til miðs maimánaðar. Um það leyti munu gosin hafa hætt og höfðu þá staðið hér um bil 3 vikur. Eftir það sáust gufubólstrar stundum yfir gosstöðvunum, er munu hafa

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.