Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 18
12
unar. Nokkrir þessara þráða líkj-
ast breiðum böndum, og eru þeir
frábrugðnir mjóu þráðunum í því,
að þeir eru límkendir viðkomu.
Smáflugur og önnur skordýr fest-
ast því auðveldlega við þá. Vefur
sá, sem við nú höfum lýst, er
kongulóarvefur, meistari verksins
er húsaköngulóin, sem hefir tekið
sjer fastan bústað í húsum manns-
ins, og flutst með honum um allan
Vefur fjallaköngulóar.
heim. Hún er mjög algeng hjer
á landi, og hefir líklega borist
liingað með landnámsmönnum. —
Qætum við nú betur að, sjáum
við að í einu homi vefsins er
dálítill stútur eða liylki úr vef,
og þar er köngulóin. Þetta eru
salarkynni hennar, og veiðarfærin
eru reiðubúin til þess að taka á
móti bráðinni við bæjardymar.
Verði okkur reikað út í rjóðrið
eða hraunið fyrir utan túnið, ein-
hvern sólfagran sumardag, og gef-
um við náttiírunni og meistara-
verkum hennar dálítinn gaum,
v erður okkur oft litið á stóra
vefi á milli trjágreinanna eða
klettanafanna. Vefurinn er oft
margir sentimetrar á breidd, og
um hann eru þræðir, randþræðirn-
ir, er mynda eins og marghyrnda
umgjörð ytst, en frá umgjörðinni
ganga svo aðrir þræðir, stoðþræð-
irnir, til steinanna í kring, og
festa vefinn.
Prá umgjörðinni ganga margir
þræðir, geisláþræðirnir, inn í miðju
vefsins. Dálítið utan við miðjuna
byrjar þráður nokkur, sem nefnist
skrúfuþráður, og liggur hann í
hringskrúfulínu á milli geislaþráð-
anna, hver hringurinn þjett við
annan, alla leið út undir rand-
þráð.
Við og við sjáum við vef, sem
flugur eða önnur skordýr eru föst
við.Athugavert er það, að flugurn-
ar eru altaf fastar við sama þráð-
inn, nefnilega skrúfuþráðinn. —
Þær ánetjast ekki í vefinn eins og
fiskar í neti, lieldur hanga fast
við þræðina. Snerti fluga rand-
þræðina, stoðþræðina eða geisía-
þræðina getur hún strax losað
sig, en komi hún við skrúfuþráð-
inn festist liún þegar. Þetta sýnir
oss að það hlýtur að vera munur
á skrúfuþræðinum og hinum þráð-
unum í vefnum. Berum við nú
fingur að skrúfuþiæðinum tollir
hann við, og viljum við losa hann,
tognar þráðurinn að mun áður en
þetta tekst. Lítum við á vefinn í