Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1931, Side 6

Náttúrufræðingurinn - 1931, Side 6
20 NÁTTÚRUFR. Við Island lifir fjöldinn allur af svifþörungum, sjálfsagt miklu fleiri en menn þekkja, og mjög er einstaklingafjöldinn og tegundafjöldinn mismunandi eftir árstímum og eftir lands- hlutum. Yfirleitt eru svifþörungarnir skammlífir, og berst hver einstaklingur tæplega langt með straumunum á meðan lífið endist. Þó berast þörungar frá Suðurlandi til Vesturlands, og frá Norðurlandi til Austurlands. Líf svifþörunganna við ísland er í stuttu máli sem nú grein- ir: Snemma á vorin og fyrri hluta sumars er mikið af kísil- þörungum við suðurstrndina. í júlí deyja þeir, en í stað þeirra kemur mikið af sundþörungum. í september eða október fer aftur að bera á kísilþörungum, en það eru allt aðrar tegundir en þær, sem lifðu um vorið. Alveg það sama er að segja um hina landshlutana. Á vorin þjóta kísilþörungarnir upp, en hverfa svo aftur, og sundþörungarnir koma þá í þeirra stað. Hvergi við ísland er þörungasvifið eins mikið eins og við Norðurland á sumrin. Þar ber mikið á kísilþörungum á vorin, en þeir deyja að miklu leyti í júní. í júlí og ágúst þjóta þeir aftur upp, og fylgir þeim þá aragrúi af sundþörungum. Seinna minnkar þetta svif mikið, en í október fyllist sjórinn ennþá af kísilþörungum. Kísilþörungarnir ná því þrisvar sinnum hámarki við Norðurland, vor, sumar og haust, en ekki nema tvisvar við hina landshlutana. Þegar fer að líða að vetri, kólnar sjórinn, og kjör þörung- anna versna nú að miklum mun. Þeir deyja unnvörpum, en lík þeirra sökkva til botns, eða berast með straumunum austur eða norður í höf. En áður en þeir segja skilið við lífið, sjá þeir þó fyrir komandi kynslóð. Margir þeirra taka nefnilega á sig nýtt gerfi, íklæðast nýrri mynd, sem er fær um að mæta vetrar- hörkunum, og halda þræði lífsins óslitnum, þangað til önnur gullöld fer í hönd næsta vor. Þeir liggja í dvala, í eins konar dularhjúpi, og bíða betri tíma. Svifþörungarnir nærast á söltunum í sjónum, einkum hin- um svonefndu nitrötum og fósfötum, sem eru samband af köfn- unarefni (nítrötin) og fósfóri (fósfötin). Þessi sölt myndast í vatni í jarðveginum, og berast sjónum með ám og jöklum. Síðari hluta vetrar, og á vorin, þegar leysingarnar standa sem hæst yfir, berst mest af söltum út í sjóinn. Á sama tíma vex hiti sjávarins, og öll kjör þörunganna fara nú stórbatnandi. Þeir taka nú á sig hina sigurhrósandi mynd lífsins, kasta vetr- arreifunum, og byrja nú starfsemi sína á ný.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.