Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1931, Qupperneq 10

Náttúrufræðingurinn - 1931, Qupperneq 10
24 NÁTTÚRUFR. girt fyrir það, að fiskarnir komist upp í vatnsborðið, fara þeir að verða ókyrrir í vatninu, og synda með ákefð fram og aftur, eins og eitthvað ami að þeim, og eftir stundarfjórðung láta þeir lífið. Dauðaorsökin er án efa súrefnisskortur eða lcöfnun. — Mun mörgum finnast ]mð undarlegt, að fiskur skuli geta látið lífið á ]>ann hátt í frumheimkynni sínu, vatninu eða sjón- um. Sé skriðfiskur tekinn úr vatninu, lagður í skál og búið um hann í röku grasi, getur hann lifað þar 5—6 daga. Af þessu má ráða, hve mikilsverð loftöndunin er fiskinum. Allmargir fleiri fiskar eru til, sem notfæra sér venjulegt andrúmsloft til öndunar, t. d. lungnafiskar (Dipnoi), klifurfiskar (Perioph- thalmus) o. fl. Mun Náttúrufræðingurinn ef til vill segja frá sumum þeirra síðar. Slík dýr sem þessi, eru nokkurskonar tengiliðir milli þeirra hluta dýraríkisins, sem lifa á landi og í legi. — Sú var tíðin, á Fornöld jarðarinnar, að engin hryggdýr voru til, nema þau, sem lifðu í sjó eða vötnum (fiskarnir). En lífið er framsækið, og hefir í sér falda hvöt til framþróunar og beinir fulltrúum sínum til meiri og víðtækari sigui'vinninga á jörðinni. — Þessir elztu fulltrúar hryggdýranna létu sér ekki nægja hafið og vötnin til yfirráða. Þurrlendi jai'ðarinnar, þar sem sólin skein skærast, voru víðlend, fögur og lokkandi í þá daga, ekki síð- ur en nú á dögum. Fiskarnir leituðu upp í fjönxna, sáu dýrð- ina á landi, ónumið víðlendi handa ættstofni sínum. Dulin hvöt beindi þeim til þurrlendanna og víðtækai'i yfii'ráða á jöi'ðinni. Lagarfiskai'nir voru í þá daga þroskuðustu og færustu dýr jarðarinnar til að bjarga sér og kjósa sér fæðu í hafi og vötn- um. Til landgöngu þurfti hryggdýraríkið að geta teflt fram liði með sérstökum líffærum eða tækjum, er sniðin væru eftir þeim lífsskilyrðum, er ríktu á landi. — Þá skópust lungnafiskar, er gátu notað sér loftið til öndunar, þegar Jxurrkatíð stóð yfir, og tjarn- irnar þornuðu, er þeir lifðu í. Þar næstu kom salmandrar eða froskdýr til sögunnar, seint á Fornöldinni. Eins og froskdýrin nú á dögum, voru þau að líkindum lagardýr í æsku, er höfðu ein- vörðungu sundtæki og tálkn til öndunar. En með aldi'inum hafa þau fengið lungu til öndunar og fætur til hreyfinga á landi. Af ]>essum flokki lifðu margar tegundir síðla á Fornöldinni, og sum- ar stórvaxnir sem krókódílar. Þá mátti segja, að hryggdýrin hefði stofnað sérríki á landi, og þar áttu ]xau nýtt og mikið fram- ]>róunarskeið fyrir höndum, bæði á Miðöldinni og Nýöldinni. G. G. B.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.