Náttúrufræðingurinn - 1931, Qupperneq 14
28
NÁTTÚRUFR-
svo sjúkir, að þeir gátu enga björg sér veitt, voru of mátt-
lausir og rænulausir til flýja út í sjóinn. Tel eg víst, að þeir
hafi haft sótthita; fylgdi hósti sýkinni og hrygla í lung-
um. Á Kolbeinsá í Hrútafirði sáu menn sjúka seli á sundi,
er naumlega gátu flúið undan bát, og var að sjá, sem þeir
hikuðu við að stinga sér í kaf. Heyrðust þeir hósta, eins og þeir
væru brjóstveikir. Eg skoðaði innýfli nokkurra sela, sem fund-
ust nýdauðir í Bæ í Hrútafirði. Voru engin missmíði að sjá á
innýflum, nema að lungun voru mjög blóðhlaupin, og virtust
talsvert bólgin. Tel eg víst, að einhver næm lungnaveiki hafi
orðið selunum að bana. Sumir hugðu, að frosthörkurnar og
ísalögin, veturinn á undan, hefðu gengið svo nærri selunum, að
þeir hefðu sýkst af afleiðingum þeirra harðinda. Lausfregnir
bárust úr öðrum héruðum landsins um svipaða sýki í selum,
sem eg veit eigi fullar sönnur á. Væri fróðlegt, ef menn víðar
af landinu gætu sent útgef. Náttúrufræðingsins nánari upp-
lýsingar um þetta sela-faraldur.
G. G. B.
Ugltir á Álftanesí.
Undirritaður var staddur suður á Álftanesi 22. febrúar síð-
astliðinn. Þann dag var austan vindur og talsvert frost (-=- 6,6
— -i- 11,7° C.). Nálægt Breiðabólsstað sá eg snæuglu (Nyctea
nyctea [L]), er kom fljúgandi frá sjónum úr norðvestri. Tók þá
hrafn einn að áreita hana og etli hana ákaft. Beygði hún þá aft-
ur til sjávar. Skömmu síðar flaug hún til norðvesturs og hvarf.
Ugla þessi var ekki alhvít. Sá eg greinilega dökkar ]>ver-flykr-
ur á brjóst- og kviðfiðrinu.
Brandugla (Asio accipitrinus [Pall.]) var skotin ]>arna sama
dag. Kom hún fljúgandi af hafi úr norðvestri og flögraði rétt
með haffleti. Hefi eg fengið hana til athugunar. Mál (m.m.):
Lengd 360, vængjalengd 322, stél 163, legghæð 70, miðtá 87,
nef 18. —
Eyrugla (Asio otus [L.] ) náðist lifandi í Hafnarfirði í marz í
vetur. Hafði særst af skoti, svo að hún gat ekki flogið. Lifir hún
enn góðu lífi hjá manni hér í bænum.