Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1931, Page 18

Náttúrufræðingurinn - 1931, Page 18
32 NÁTTÚRUFR. oft fyrir, að skeljar og önnur dýr berist hingað með skips- förmum og ,,ballest“, og ekki er gott að segja, hvað á sér stað um Donax. Eftir því sem dr. Bjarni Sæmundsson hefir sagt mér, er talsvert af útlendri báruskeljartegund (Cardium edule) á ein- um stað við Grindavík, og hafa þessar skeljar borist þangað með skipi alla leið frá Frakklandi. Á. F. Nýprentud rít um íslenzka náttárufræðí. 1. Skýrsla um liið íslenzlca Náttúmfrœðisfélag félagsárið 1929—1930 (Iívík 1931, 42 bls.). Aftan við félagsskýrsluna eru þessar greinar: 1) Um ■sjaldséða fugla á Islandi eftir Júlíus Havsteen sýslumann á Húsavík. Birtir hann þar ýmsar fróðlegar athuganir um íslenzka fugla, er faðir hans, Jakob Havsteen kaupm. á Akureyri, haföi safnað, og bætir þar við nokkrum at- hugunum sjálfur. 2) Nýjungar úr dýraríki íslands eftir dr. Bjama Sœmunds- son. Þar er sagt frá íslenzkum gæsategundum, og fylgja leiðbeiningar til að ákveða tegundirnar. Þar er og getið einnar nýrrar íslenzkrar gæsategundar. Heitir hún litla blesgœs (Anser erytliropus, L.). Yar hún skotin austur í Ölfusi 15. apríl 1930. Hefir hún eigi áður sézt hér á landi. Ennfremur getur höf. hér 18 erlendra skordýrategunda, sem fun'dist hafa hér á landi síðustu árin. — 3) Nokkrir „Flóruaukar“ eftir Sleindór Steindórsson, stud. mag., frá Hlöðum. Er þar getið um ýmsa nýja fundarstaði 20 íslenzkra jurta. 2. Yulkan-Ausbrúche in Isiand. I. Guðmundur G. Bárðarson: Vulkan- Aushrúche in der Gegend der Hekla hn Jahre 1913. Rit Vísindafélags Islend- inga VI., Rvík 1930 (32 bls. meö 5 heilsíðumyndum; verð kr. 2,40). Er þar lýst eldgosunum í nágrenni Ileklu 1913. I innganginum em talin eldgos, er -orðið hafa hér á Landi síðan 1910. Ætlar félagið að gefa út slíkar lýsingar á öllum þessmn eldgosum, er séu nokkurskonar áframhald af eldgosai’itum Þorvaldar Thoroddsens. 3. Steindór Steindórsson: Vegatations researches in Þjórsárdalur, South Iceland, during the summer 1930. Rit Vísindafélags íslendinga VII, llvík 1930 (15 blaðsíður, verð 1 kr.). Er þar skýrt frá rannsóknum höf. á skógar- gróðri í Þjórsárdal síðastl. sumar. 4. Ingimar Óskarsson: The vegetation of the Islet Ilrísey in Eyjafjörð- ur, North-Iceland. Rit Vísindafélags íslendinga,VIII, Rvík 1930 (22 bls., með korti af Hrísey; verð 1 kr.). I grein þessari er lýst gróðri Hríseyjar, og tald- ar allar háplöntutegundir, er höf. hefir fundið þar, 170 talsins, eða mmlega % af háplöntutegundum, er fundist liafa hér á landi. Þessi rit Vísindafélagsins eru sérstaklega ætluð vísindamönnum erlendis. Þess vegna era þau birt á erlendum málum.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.