Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 4

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 4
50 NÁTTÚRUFR- danska, og sjálfur hafði eg hvorki tíma né tæki, til þess að geta mælt það nema ónákvæmlega. Annars hefir herforingja- ráðið áður mælt og kortlagt mest af þessu svæði, og styðst eg við uppdrátt þess, það sem hann nær, en þó er á einstöku stað< breytt út af honum í smáatriðum, þar sem bersýnilegar vill- ur eru á honum eða ónákvæmni, og það virðist vera mjög ó- víða, að undanteknum nafnavillum, sem eru að minnsta kosti 25 á Heklu-uppdrættinum einum, og það er þriðjungur allra nafnanna, sem á honum standa. Þorvaldur Thoroddsen notar grunlaus ýmis af þessum röngu nöfnum herfr. í ,,Die Geschichte der islándischen Vulkane", og valda þau þar nokkrum mein- legum villum. Á uppdrættinum af suðvesturlandi, sem gefinn var út fyrir alþingishátíðina í vor, hafa nokkrar af verstu vill- um herfr. verið leiðréttar, en sumar eru látnar halda sér. Ann- ars er sá uppdráttur svo lítill, þó að hann sé greinilegur, að mörgum nöfnum, sem eru á uppdrætti herfr., réttum og röng- um, verður að sleppa. Hér er heldur ekki rúm til þess að leið- rétta nema það helzta. Margir fræðimenn, innlendir og útlendir, hafa ritað um Heklu, og lýst henni all-rækilega. Það er ekki ætlun mín, að fara að endurbæta það, né bæta neinu verulegu við í þessari stuttu grein. Hún var rituð til skýringar á uppdrætti mínum af Heklu og nágrenni hennar.* I. HEKLA SJÁLF. Eins og kunnugt er, er Hekla um 10 km. langur fjall- hryggur með einni aðalsprungu eftir endilöngu. Sprunga þessi er mjög hulin undir grjóti og sandi, nema norðan á fjallinu. Þar kemur hún glögglega í ljós, efst sem lægð yfir fjalls- hryggnum, með óslitinni hjarnfönn eftir endilöngu, og neðar sem djúp og breið gjá, með snarbröttum hamraveggjum. Það- an hafa runnið hraun bæði austur og vestur af fjallinu, ekki reyndar yfir gjábarmana, heldur út úr hlíðunum fyrir neð- an. Gjáin er víðasthvar ekki allra-efst eftir hryggnum, en dá- * Kort það, sem liöf. hefir gert af nágrenni Heklu, er svo stórt, að ver getum ekki látið prenta það með greininni, kostnaðarins vegna. Enda minni ástæða til þess, þar eð höf. mun endurbæta það nú í sumar, og ef til vill gera á því breytingar. — Við lestur greinarinnar geta menn stuðst við kort hans af Heklusvæðinu í 1. hefti Náttúrufr., bls. 6, og við Heklu-kort hérforingja- ráðsins danska.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.