Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 6

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 6
52 NÁTTÚRUFR. er allt horfið undir þykkri hjarnfönn. I suðvesturhlíð Heklu hverfur sprungan alveg undir grjóti, möl og sandi, sem hér hefir rignt niður í gosunum. En í svonefndum Höskuldar- bjalia, á móts við hestaréttina, sem allir Heklu-farar kannast við, verður hennar aftur vart. Höskuldarbjalli er skeifulaga hryggur utan um stóran gíg, sem varð til árið 1766. Hæð hans er 857 m. y. s. og 117 m. yfir gígbotninn. Suðaustur úr gígnum liggja breiðar hrauntraðir, og einnig hefir hraun runnið yfir gígbarminn til norðurs, þar sem nú er hestaréttin, en það hverfur brátt undir hraunið frá 1845, svo að ekki verður vit- að um stærð þess. Utan á vesturhlíð Höskuldarbjalla vottar fyrir litlum „sníkjugíg". Nafnið ,,Höskuldarbjalli“ stendur ekki í uppdr. herfr., og Þorvaldur Thoroddsen notar það ekki heldur, né neinn þeirra, sem um Heklu hefir skrifað, en aft- ur á móti kalla þeir Höskuldarbjalla, Hestöldu, og fleiri nafn- lausar hæðir þar í grennd einu nafni Stóraskógsfjall. En það nafn kannast kunnugustu sveitarmenn ekki við, og nota hin. Þá hefir aðalsprungan verið rakin eftir endilöngu fjall- inu, en um áframhald hennar til útsuðurs eða landnorðurs skal eg ekki segja að svo búnu. Á Heklu eru ýmsar aðrar smærri sprungur samhliða að- alsprungunni, og eru þær sjálfsagt í sambandi við hana neð- anjarðar. Einna mest af þeim er gjá ein ,neðarlega í fjalls- hlíðinni, í austur frá Ilöskuldarbjalla. Skarð er í eystra gjár- barminum, og þaðan hafa sennilega runnið hraun árið 1766 eða ’67. Uppi á austurbrún fjallsins er rauð gjá, nærri því full af snjó. Úr henni hefir ollið dálítill hraunstraumur, sem nær þó ekki nema ofan í miðjar hlíðar. Sennilega hefir gjáin og hraunið orðið til í síðasta Heklugosi, 1845, því að hraunið er lítt sandorpið. Suðaustan í hæsta tindi Heklu er dálítil hvylft, sem hraun virðist hafa runnið úr. Á uppdr. herfr. er meiri snjór sýndur á Heklu en venju- lega er þar um miðjan ágústmánuð. Fannirnar virðast liggja mjög líkt, ár eftir ár, t. d. á gömlum og nýjum ljósmyndum, en þær eru mjög ónákvæmlega settar á uppdr. herfr. Eðli- lega er miklu meiri snjór í norðvesturhlíð fjallsins en suð- vesturhlíð, og hryggurinn verður víðasthvar auður á meðal- sumrum. Norðvestan í Heklu eru þrír skriðjöklar. Tvo hina eystri fann dr. Helgi Péturs, og er þeim vel lýst í Nýjal. Aust- asti jökullinn er einna minnstur, og miðjökullinn lang-stærst- ur. Hann er beint niður undan norðvesturbrún stóra gígsins

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.