Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 17

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 17
NÁTTÚRUFR. 63 um, er það sem svarar rúmum % af því sem er af fosfórsýru i útlendum fosfórsýruáburSi, ættu því 150 kg\ af leirnum að jafn- gilda 100 kg. af fosfati til áburðar. í leirnum er fosfórsýru- magnið 60 sinnum meira en í sauðataði og um 100 sinnum meira en í kúamykju. Eins og áður er getið, eru þessar leirmyndanir í Mókolls- dal forn hveraleir, er myndast hefir að mestu úr basalti, sem hvergufurnar hafa leyst í sundur. í slíku bergi er oft dálítið af steintegund, er nefnist apatít, sem hefir í sér falið miklu meira af fosfórsýrru en flestar aðrar steintegundir (formula: Car, (PO.i):i F). í algengu basalti er um 0.5—1 % af fosfórsýru. 1 tveim sýn- ishornum úr Mókollsdal, nærri leirlögunum, var 1.03 og 1.12% af fosfórsýru en flestar aðrar steintegundir (formula: Ca3 (P0.,)3. berginu. — En þegar bergið leystist i sundur og varð að leir, hefir apatítið eða fosfórsýran úr því aðgreinst að nokkru og lent meira á einum stað en í öðrum leirlögum. Þessi athugun ein út af fyrir sig, ætti að vera nægilegt til- efni til þess, að rannsaka leirlögin í Mókollsdal og aðrar hvera- leirsmyndanir hér á landi, til þess að fá sem fyllstar upplýs- ingar um það, hvort hér fyndist eitthvað til muna af slíkum fos- fórleir, því að hann er all-verðmætur til áburðar. Fosfórít er að mestu af sömu efnum og apatít, og má teljast afbrigði af því, en það er oft blandað ýmsum öðrum efnum, og svo mikið er í því af kolsýru (COL>), að sýrur ólga á ]>ví líkt og kalkspati. Það hefir myndazt sem lög eða kúlur í mólarbergi erlendis, þar sem bein og aðrar leifar hryggdýra hafa grafizt í jarðlögum. Hefir fosfórsýran losnað úr dýraleifunum af áhrifum vatns, og safnast aftur saman sem flár eða kúlur í lögunum. — í sjávarlögunum á Tjörnesi, sem myndast hafa á Pliocentímanum, hefi eg fundið talsvert af fosfóríti í sam- bandi við fornar trjáleifar, en hvergi þó í heillegum lögum. Hingað til hefir apatít, en þó mest fosfórít verið notað er- lendis til að búa til úr fosfórsýruáburð. Rauði (eða mýrajárn) sem algengur er hér í deiglendi og mýrum hefir og oft í sér falda fosfórsýru. í sýnishorni af rauða frá Breiðumýri í I’ingeyjarsýslu sem Gruner lét rann- saka var rúmur 10 hlutinn (10.62%) fosfórsýra. Hugsanlegt er að slíkur rauði geti orðið að nokkrum notum til áburðar. G. G. B.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.