Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 5

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 5
NÁTTÚRUFR. 51 lítið vestan við hann. Fyrir neðan fjallið, á áframhaldi sprung’- unnar, eru stórir og háir gígir. Þorvaldur Thoroddsen kallar þá Rauðuskálar, og það nafn stendur í herfr.-uppdrættinum, en eftir því, sem kunnugustu sveitarmenn segja, er það ekki rétt. Gígirnir eru nafnlausir, en aftur á móti er í norður það- an stór gigur og fallegur, rauður og með reglulegri skálar- lögun. Hann heitir Rauðaskál. Uppi á sjálfri Heklu eru tveir stórir gígir, sem allir Heklufarar kannast við. Á suðurbrún hins nyrðra og eystra er hæsti tindur Heklu, 1447 m. yfir sjó. Eftir mælingu herfr., árið 1907, er gígbotninn 117 m. lægri; en mér mældist hann í sumar að eins 75 m. lægri. Hjarnfönn er í botni gígsins, og nær hún, upp með suður- og austurbarminum, alveg upp á brún; en að norðanverðu, þar sem betur liggur við sól, eru berir klettar. Eftir hæðamæling- unum ætti fönnin í botninum að hafa þykknað um rúmlega 40 m. á 23 árum. Suðurbrún gígsins er há og brött að innan- verðu, svo að sólar nýtur mjög sjaldan niðri í honum, en aft- ur á móti er eðlilegt, að í skafbyljum safnist feikn af snjó í hið ágæta skjól niðri í gígnum. Á uppdr. herfr. er gígurinn sýnd- ur hömrum luktur á alla vegu, en svo er eigi nú. Að suðvestan- verðu, á aðalsprungunni, er að eins aflíðandi hjarnfönn, ágæt ofan að ganga. Þó má geta þess hér, að mælingamennirnir virðast víða hafa ýkt mjög halla í innanverðum gígnum, sennilega til þess, að gíglögunin kæmi betur fram á upp- drættinum. Syðri og vestri gígurinn er ekki eins hátt uppi, barmui'inn 1411, botninn 1320 m. y. s. (Þetta mældist mér alveg eins, enda er gígbotninn næstum auður). Gígurinn er aflangur eftir stefnu sprungunnar, og er skarð út úr honum til útsuðurs. Vestan við það hafa brennisteinsgufur komið upp, og bera klettar og skriður merki þeirra, en nú eru þær ha:tt- ar og enginn jarðhiti finnst nú þarna, né nokkurs staðar annars á Heklu. Á botni gígsins eru aftur tvö minni op, en bæði hálffyllt af ís, svo að ekki er nema h. u. b. 1 m. ofan að honum. í öðru opinu er aftur þröng rifa niður í gegn um ísinn, og ofan í hana fossaði leysingarvatn út gígnum. Ann- ars er miklu minni snjór í þessum gíg en hinum, enda nýtur hér miklu betur sólar, og þar að auki er nokkur hæðarmun- ur. — Þegar Schythe skoðaði Heklu eftir gosið 1845, fann hann eina þrjá minni gíga á áframhaldi sprungunnar, rétt fyrir sunnan og vestan þenna. Nú sér þar að eins á einn boga- dreginn malarhrygg, sem gæti verið rönd eins þeirra, en hitt 4*

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.