Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 7

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 7
NÁTTÚRUFR. 53 hæst á fjallinu. Upp af honum er brött (ca. 35°) hjarnfönn með stórum sprungum; niður frá henni gengur svo sjálfur jökullinn með h. u. b. 12° halla, en hann rekur sig brátt á austurenda öldu einnar, sem sumir kalla Litlu-Iieklu, og bæði verða undan að láta; jökullinn breytir stefnu til hánorðurs, en grefur sig um leið inn undir Litlu-Heklu, og veltir henni yf- ir sig, og eftir það sér ekkert í hann fyrir lausagrjóti, rauðu gjalli og rauðum leir. Undir þessu fargi skríður hann áfram, og kemst ofan í 520 m. hæð y. s. Vestasti jökullinn endar við vesturenda Litlu-Heklu, h. u. b. 880 m. y. s. Neðri endi hans er, eins og hinna beggja, alveg hulin rauðum leir og hraungjalli. Liggur það í stórum haugum ofan á honum, og er þar mjög illt yfirferðar. Endi jökulsins er snarbrattur og heldur óárennilegur til uppgöngu, því að lausagrjót hrynur iðulega ofan af honum. Rauðu leir- og gjallhaugarnir hylja jökulinn alveg, upp í rúml. 1000 m. hæð y. s. Þar fyrir of- an er hann nokkum veginn ber, og hallinn h. u. b. 22°, en upp af honum er brattari hjarnfönn með sprungum, sem sjást með berum augum utan yfir Rangá. Neðan úr byggð á Rang- árvöllum, ber enda skriðjökuls þessa við himinn, rétt ofan við Litlu-Heklu (Rauðölduhnúkur skyggir á á myndinni) og með sínum rauða lit, stingur hann mjög í stúf við mosagrátt hraun og svarta öldu fyrir neðan og hvítar fannir fyrir ofan. Margir vilja alls ekki viðurkenna nafnið Litla-Hekla, og segja, að hún sé nafnlaus. Þeim finnst, sem er, þetta vera allt of veg- legt nafn á þessa ósjálegu öldu. Á uppdr. herfr. er hún nafn- laus, og þar er reyndar gert of lítið úr henni, ]>ví að hún er ,sýnd eins og smásylla utan í fjallshlíðinni, en að réttu lagi nær hún alveg á milli skriðjöklanna, og milli hennar og aðal- fjallsins er dálítil lægð.* Veðrátta á Heklu er yfirleitt köld og hráslagaleg, eins og eðlilegt er á svo háu og einstæðu fjalli. í sumar liðu svo ekki nema sex dagar samtals, frá 18. júlí til 18. ágúst, að Hekla sæist þokulaus einhvern tíma dagsins, og á sama tíma að eins þrír, að þokulaust væri á henni allan daginn. Tvisvar eða oftar snjóaði á hana. Yfirleitt er þokan meiri áveðurs á fjall- inu. Sjö sinnum mældi eg hitann efst á fjallinu, oftast á tím- anum milli hádegis og nóns. Hitinn mældist vera: 3,5°, -4- * Daði Halldórsson nefnir Litlu-Heldu í lýsingu sinni af Hekiugos- inu 1693. —

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.