Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 9

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 9
:náttúrufk. 55 komið úr ýmsum smágígum norðan við ána, á grasflöt, sem hét Lambafit og Landmenn höfðu áður fyrir áningarstað í lambarekstrum á vorin. Hér myndaðist einnig stöðuvatn ofan við hraunið, en áin hefir nú gjörsamlega fyllt það með fram- burði sínum. Síðan rennur hún yfir hraunið, sem hún hefir sléttað og gert sæmilegt yfir-ferðar á þeim kafla; fossar svo vestur af hraunbrúninni og rennur með hraunjaðrinum út í vatnið. f gömlum sendnum hraunum vestur af Lambafit eru fáeinir stórir, gamlir gígir. Þeir eru mjög af handahófi settir á uppdráttinn. Aðrir tveir rauðir gígir, háir og fallegir, eru rétt fyrir vestan syðri aðalgíginn frá 1913. Sprungan, sem Lambafitargígirnir heyra til, heldur nú áfram til suðvesturs og má auðveldlega fylgja henni, sem grunnri og mjórri geil, þvert yfir stóra öldu eða fjall fyrir sunnan Lambafit (Krókagilsalda). Fyrir sunnan ölduna tekur við Nýjahraun. Sést sprungan glöggt eftir því norðanverðu, því að hraunið er einmitt komið úr henni og á henni eru margir smá- gígar og eldvörp, sem hraunið hefir runnið frá til beggja handa. Gos þetta var árið 1878. Aðallega hefir hraunið komið upp á tveim stöðum, sunnan í öldunni, sem fyr var getið um, og úr allstórum gíg norður af Krakatindi. Á uppdrætti herforingjar. er gígur þessi sýndur með hrauntröðum austur úr, en að réttu lagi stefna þær beint á Krakatind (í suður). Þar er Krakatind- ur kallaður ,,Rauðfossafjall“; en Rauðfossaf jöll heita há fjöll í eustur frá Krakatindi og kortið nær ekki yfir þau. Nafnið Krakatindur stendur aftur á móti á fjalli einu í landnorður frá Heklu, sem að réttu lagi heitir Hestalda. Hún er hár og bratt- ur kambur á Heklufjallgarðinum og ,,tindur“ og ,,alda“ er hvorttveggja rangnefni. Þorvaldur Thoroddsen kallar Hest- öldu einnig Krakatind í Die Gesch. d. isl. Vulkane (bls. 146), en þó nefnir hann Krakatind sínu rétta nafni annars staðar í sömu bók (bls. 171), en segir þó þar, að hæð hans sé 871 m. y. s., en það er einmitt hæð Hestöldu. Hæð Rauðfossafjalla segir hann (bls. 146) vera 1025 m., en það er hæð Krakatinds. Rauðfossafjöll hafa víst aldrei verið mæld. en þau eru miklu hærri en Krakatindur. Auðsjáanlega hefir Þorvaldur þessar hæðartölur eftir uppdrætti herfr. Milli þessara tveggja aðal- eldstöðva Nýjahrauns, gígsins norður af Krakatindi og gjár- innar sunnan í öldunni, sem áður voru nefnd, er röð af minni eldvörpum eftir endilangri sprungunni, og mynda þau hrygg, sem hallar út af til suðausturs og norðvesturs. Nyrzt og aust-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.