Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1962, Blaðsíða 8

Náttúrufræðingurinn - 1962, Blaðsíða 8
150 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN TAFLA I. Silungsafli í net í Mývatni í júlí—ágúst 1960. Known catch of char (Salvelinus alpinus) and trout (Salmo trutta) iti Mývatn July—August 1960. Dagana (Period) Syðri-Flói Bolir Allt vatnið (The tuhole lake ) 6,—15. júlí (July) 1604 398 2002 16.-31. - - 2762 265 3027 1.—15. ágúst (Aug.) 664 682 1346 16.-31. - - 400 658 1058 Samtals (Total) 5430 2003 7433 Flóa, en upp úr mánaðamótunum skipti um, og í ágúst var aðal- veiðin á Bolum. Yfirleitt má segja, að heildarveiðin hafi minnkað stórlega, eftir því sem á leið. Yfirlit yfir silungsaflann er í töflu 1. Fugladauði. Alls fékk ég upplýsingar um 512 fugla, sem létu líf sitt í silungs- netjum í Mývatni í júlí og ágúst 1960. Ég tel líklegt, að þetta sé um helmingur þeirra fugla, sem drápust í netjum á þessunt tíma, þannig að um 1000 fuglar hafi alls veiðzt í vatninu þessa tvo mánuði. Af þessum 512 fuglum voru 483 greindir til tegunda og 481 fugl aldursákvarðaður. í eftirfarandi töflum eru ekki teknir með 29 fuglar, sem vitað var, að farizt liefðu í netjum, en ekki voru greindir til tegunda. í töflu 2 er að finna tegundaskiptingu og aldursdreifingu netja- fuglanna. Taflan sýnir m. a., að um helmingi fleiri ungar en full- orðnir fuglar drápust í netjum í júlí og ágúst. Langmest veiddist af þremur andategundum — duggönd, lirafnsönd og hávellu — alls 400 fuglar eða 82,8%. Tafla 3 sýnir hlutlallstölu unga og fullorðinna fugla, sem veidd- ust í net í Syðri-Flóa og á Bolum. Á töflunni sést, að um helmingi fleiri fullorðnir fuglar veiddust í Syðri-Flóa en á Bolum. Var hér aðallega um duggönd og hávellu að ræða, en fullorðnir fuglar þess-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.