Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1962, Blaðsíða 20

Náttúrufræðingurinn - 1962, Blaðsíða 20
I(i2 NÁTTÚRUF RÆÐ I NGU R I NN Mynd 4. Hrafnsönd ((Melanilia nigra), vikulegur fjöldi unga (..) og full- orðinna fugla (----), sem drápust í netjum. Knoiun weekly catch of black scoter, young (....) and adults (----), in fishing nets. Mynd 4 sýnir vikulega hrafnsandaveiði. Fullorðins fugls gætti mjög lítið í heildarveiðinni nema fyrri hluta júlí. Veiðin jókst mjög liratt síðari helming júlímánaðar. Vikuna 4.—10. ágúst veidd- ist mest, og stafar það auðvitað af því, að einmitt um það leyti er mest af hálfstálpuðum ungum á vatninu. Síðan fór veiðin minnkandi, og síðustu daga ágústmánaðar veiddust aðallega fleygir ungar. Veiði fullorðins fugls náði hámarki sínu um mánaðamótin júlí—ágúst og fór síðan minnkandi. Síðasti fullorðni kvenfuglinn náðist 11. ágúst. Ég tel því ekki útilokað, að einhver hluti kvenfuglanna yfirgefi Mývatn í ágúst, þ. e. alllöngu áður en ungarnir fara. H á v e 11 a (C langu la hyemalis) Talsvert er af hávellu á Mývatni, og er stofninn líklega svipaður að stærð og hrafnsandarstofninn. Hávellu hefur fækkað mikið á vatninu á síðustu tímum. Hún er liánorrænn fugl, og hefur m. a. hlýnandi veðurfari verið kennt um fækkun Iiennar (Finnur Guð- mundsson 1951). Ég veit ekki til þess, að hliðstæðar heimildir séu til um fækkun hávellu í öðrum landshlutum. Annars staðar í

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.