Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1962, Qupperneq 24

Náttúrufræðingurinn - 1962, Qupperneq 24
166 NÁTTÚRUF RÆ ÐINGURINN að einhverju leyti af netjaveiðinni. Mikill hluti af þeim hávellum, sem farast í netjum, eru fullorðnir varpfuglar, og ánetjast þeir svo að segja um allt vatnið á sumrin, þó mest í Syðri-Flóa. Það getur því reynzt erfitt að sporna við fækkun liávellu af völdum netja- veiði. Ég álít þó, að rannsaka þurfi, live mikið af hávellu ferst í netjum í Mývatni í maí og júní, og á hvaða stöðum hún kemur mest í net. Síðan mætti e. t. v. finna einhver ráð til úrbóta. Ekki er vitað, hvort áraskipti eru að því, hvar á vatninu hrafns- endur með unga eru. Ef þær eru að jafnaði mest á Bolurn, eins og sumarið 1960, mætti eflaust minnka hrafnsandadauðann mjög mikið með því að banna netjalagnir á Bolurn frá 20. júlí og fram í september ár hvert. Einnig tel ég, að óþarfi sé að leyfa netjalagnir með löndum fram (innan 60 faðma frá landi) og í Neslandavík á þessu tímabili. Loks vil ég benda á, að aðgerðir til verndar fuglalífi Mývatns- sveitar þurfa ekki að draga úr silungsveiðinni. Fyrr eða síðar hlýtur hvort sem er að reka að því, að netjalagnir verði takmarkaðar á einhvern hátt til verndar silungsstofninum. HEIMILDIR - IIEFERENCES Clase, H. J. ct al. 1960. A survey of the slavonian grebe at Myvatn, Iceland. Bird Study 7: 76—81. Guðmundsson, Finnur 1951. The effects of the recent climatic changes on the bird life of Iceland. Proc. Xth Int. Orn. Congr. Uppsala. SUMMARY Birds killed in fishing nets in Lake Mývatn in July and August 1960 by Arnthor Gardarsson. Lake Mývatn in north-east Iceland is a large (38 km2) shallow (depth mostly < 4 m) lake situated in a young volcanic district. The lake supports a com- paratively rich vegetation and animal life. It is well-known for its huge breecling population of waterfowl, but there is also an important char fishery. In recent years, vastly increased mechanization has led to a greater fishing effort in the lake. This has caused increased accidental killing of waterfowl

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.