Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1962, Page 29

Náttúrufræðingurinn - 1962, Page 29
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 171 Öræfum klettaburkna, Asplenium viride Huds., í klettum við Kvísker fyrir um það bil 19 árurn (Finnur Guðmundsson, 1943), og stuttu seinna fannst hann einnig á Fagurhólsmýri í sömu sveit. Fyrir nokkrum árum sá Hálfdán burkna í Skaftafelli. Tilsýndar virtist honum þetta vera klettaburkni og fannst það sennilegt, en atliugaði það sanit ekki frekar. Þegar ég var í Öræfum í júlí síðast- liðnum, sagði Hálfdán mér frá þessum vaxtarstað burknans, og ákvað ég að athuga nánar, á hve stóru svæði hann yxi þarna. IJeg- ar ég fór að skoða burknann, sá ég að þetta var ekki klettaburkni, en náskyld tegund sömu ættkvíslar. Á klettaburknanum er efri hluti blaðstilksins og allur miðstrengur blaðsins áberandi ljós- grænn, en á þessari tegund í Skaftafelli var allur blaðstilkurinn ásamt miðstrengnum bréinsvartur og gljáandi, en smáblöðin virtust í fljótu bragði áþekk og á klettaburkna. Var því auðætt, að þarna var kominn hinn týndi burkni úr Búðahrauni, Asplenium trichoman- es L. Þessir brúnsvörtu blaðstilkar og miðstrengir eru nijög áber- andi og eru gleggstu tegundareinkenni þessa burkna og greina hann bezt frá klettaburknanum. Þess vegna hef ég ákveðið að kalla liann svartburkna á íslenzku, enda heitir hann því nafni á norsku og sænsku. Blaðstilkar og miðstrengir svartburknans eru ekki grópaðir á efra borði eins og á klettaburknanum, en eru í stað þess með tveimur ljósbrúnum, mjóurn vængföldum að endilöngu. Smáblöð svartburknans eru dökkgrænni en á klettaburkna, venju- lega sporbaugótt eða aflöng (kringluleit eða tígullaga á kletta- burkna), fleyglaga og dálítið ósymmetrisk neðst (næst miðstrengn- um), efri helmingur (helmingurinn með blaðröndinni sem er nær oddi blöðkunnar) hvers smáblaðs venjulega breiðari og efri blað- röndin greinilegar bogtennt en sú neðri, sem er stundum nærri heil. I nágrannalöndunum fellir svartburkninn ekki smáblöðin á veturna, en klettaburkninn gerir það stundum. Gróblettir svart- burknans eru staðsettir nokkurn veginn mitt á milli miðju smá- blaðanna og randa þeirra, en öllu nær miðjunni á klettaburkna, annars renna þeir saman við gróþroskunina og gróhulan er lík á báð- um tegundum. í Skaftafelli vex svartburkninn á nokkrum stöðum í klettum í ca. 100 m hæð yfir sjávarmál, og á öllum stöðunum í rifum og skorum, þar sem skuggsælt er. Hann vex í allstórum brúskum, sem myndaðir eru af heilum blöðum og auk þess fjölda gamalla og smáblaðalausra

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.