Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1962, Qupperneq 34

Náttúrufræðingurinn - 1962, Qupperneq 34
176 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Bílalestin ekur austur Suðurlandsveginn og staðnæmist ekki fyrr en komið er að Ölfusá. Þar er öllum skipað lir bílunum og nú upphefst alvara lífsins, lærdómurinn, á miðri Ölfusárbrú. Guð- mundur Kjartansson messar, og það af ærnu tilefni. Fyrir fótum okkar liggur sem sé einn stærsti braunstraumur jarðarinnar, ef til vill sá allra lengsti, Þjórsárhraun. Nú rek ég frásögn Guðmundar sem mest ég má og nota jafnframt skrifaðar heimildir, sem hann hefur látið í té af miklu örlæti. Á miðri Ölfusárbrú förum við inn yfir norðvesturjaðar Þjórsár- hrauns. Hvítá og Olfusá fylgja þessum hraunjaðri að kalla alla leið frá Hestfjalli til Ölfusáróss. Undir brúnni er um hálfur árbotninn að suðaustanverðu úr þessu hrauni, en fast með jaðri þess hefur áin grafið sér djúpan og krappan ál. Tæpt á brún hans stóðu til skamms tíma tveir liraundrangar hátt upp úr vatninu, skanrmt fyrir ofan brúna, en nú er aðeins annar eftir. Neðri drangurinn hrundi í vatnavöxtum með ísruðningi 8. febrúar 1960. Bergið í Þjórsárhrauninu er dökkgrátt og alsett stórum, hvítum dílum úr feldspati. Á því þekkist það vel. Stærð dílanna bendir til að þeir hafi storknað fyrst og vaxið í góðu næði, á undan hraun- kvikunni umhverfis, sem þeir flutu í. Nú ökum við um Flóann, grænasta og votasta hérað landsins. Einhver l'urðar sig á því, að á hinu nýja jarðfræðikorti er hann merktur sem hraun, með sama litnum og hraunin í Selvogi og á Reykjanesskaga. En það verður víst svo að vera. Alla leiðina rnilli Ölfusár og Þjórsár liggur þjóðvegurinn á Þjórsárhrauni, að undan- skildum fáeinum lríllengdum Iijá Skeggjastöðum. Hraunið er mar- flatt og víðast þakið þykkum mýrarjarðvegi. En öll holtin, sem rísa upp af þessari flatneskju, eru eyjar umflotnar hrauni og standa bæir á flestum þeirra. Þjórsárhraun hefur runnið í sjó fram, þar sem nú standa Eyrar- bakki og Stokkseyri. Þar hefur myndazt um 50 rnetra liá hraun- brún úti í sjónum, þar sem hraunið hefur staðnæmzt. Við Þjórsárbrú er farið úr bílunum og gengið niður að ánni. í vesturbakka Þjórsár er skoðaður þverskurður og undirlag Þjórs- árhraunsins. Þar livílir hraunið víðast á sandsteini og völubergi, sem virðist hvorttveggja forn og nokkuð hörðnuð áreyri. En á nokkurra metra kafla, fast neðan við brúna, liggur þunnt jnólag (30 cm) undir hrauninu og sprettur upp lind á mótum hrauns og

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.