Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1962, Blaðsíða 36

Náttúrufræðingurinn - 1962, Blaðsíða 36
178 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN vað á Tungná. Sprungubeltið liggur þar yfir ána. Þaðan hefur Þjórsárhraun runnið um 130 km veg út í sjó undan strónd Flóans. En hin hraunin enda ofan á því í misglöggum brúnum, flest eða öll á kaflanum milli Galtalækjar og Tröllkonuhlaups. Ráðagerðir hafa verið um það að stífla Þjórsá á þessum slóðum vegna virkjunar. Á vegum raforkumálastjórnarinnar hafa því verið gerðar jarðboranir til könnunar á jarðlögum. Af þeint er orðið ljóst, að hjá Tröllkonuhlaupi eru Tungnárhraunin ekki færri en 5 eða 6, hvert ofan á öðru, en varla heldur fleiri. Við skoðuðum fáeinar af þessum hraunbrúnum og bárum saman bergið í hraun- unum. Þau eru öll stórdílótt basalthraun og dílarnir úr hvítu feld- spati. En þeir eru dálítið misstórir og misþéttir, eftir því hvert hraunið er, og má nokkuð þekkja hraunin sundur á því og rekja takmörk þeirra, þar sem brúnir eru annars óglöggar. F.lsa Vil- mundardóttir jarðfræðinemi, sem var með í förinni, hefur í sum- ar fengizt við að rekja þessi hraun sundur og saman, og orðið vel ágengt. Elsa sýnir okkur fleira fróðlegt. Við Rangá þarna rétt hjá er Þjórsárhraun hulið þykkum vikri, mest úr Heklu. Þar hefur verið grafin hola ein mikil, til þess að kanna þykkt vikurlagsins. Hún er um 1.5 m í þvermál, en um 15 m djúp niður á yfirborð Þjórsár- hrauns. Holan er ekki fóðruð, og sá ég engan í leiðangrinum, sem langaði niður í hana. Nú ökum við norður fyrir Rangárbotna, beygjum til austurs og erum komin á Landmannaleið eða Fjallabaksveg nyrðri. Við förum af rennsléttum vikrunum upp háa og bratta brún Sölvahrauns. En það hraun er kornið úr Heklu, liggur ofan á Tungnárhraununum og er ólíkt þeim í ýmsu, er t. d. dílalaust. Sölvahraun er samt. rneðal hinna lörnlegustu Hekluhrauna og hulið þykkum jarðvegi neðan til. Af þessu megum við glöggt sjá, hve byggingarstarfsemi Heklu er ung: Þjórsárhraun um 8000 ára gamalt, ofan á því 4 eða 5 önnur Tungnárhraun, hvert upp af öðru, hið yngsta þeirra um 4000 ára gamalt, og þá fyrst kemur Sölvahraun þar á ofan, eitt al elztu Hekluhraunum. Þegar við komum austur að Valahnúkum, blasir við okkur Nýja- hraun á hægri hönd. Það kom upp úr gossprungu nálægt Kraka-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.