Náttúrufræðingurinn - 1962, Side 38
180
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
2. mynd. Bólstraberg í Dyngjum.
Ljósm. Guðm. Kjartansson.
fyrir það að vera byggt úr bólstrabergi af meira örlæti en títt er.
Við klifrum upp að standberginu, sem er brotsár í fjallinu, og
skoðum smíðina. Okkur er kennt, að bólstraberg myndist, þegar
blágrýtishraun storknar undir vatnsborði.
Og enn sveigjum við af slóðinni, nú til norðurs, og ökum þar
sem engin leið sýnist vera, þvert yfir Tungnárhraunin öll. En
ekkert stöðvar okkur fyrr en stórlljót er framundan: Tungná sjálf.
Bílarnir aka fram á háan bakka; neðan við hann er grænn hvamm-
ur niður að ánni. Þar tjöldum við.
Tjaldborgin rís upp á skammri stund. Þar eru 45 tjöld. Brátt
suða prímusar hingað og þangað. Enginn dregur af sér við kvöld-
verðinn, enda hefur ekkert matarhlé gefizt síðan á Skarði á Landi,
óralangt burtu í huga okkar.
En ekki er næðið langt. Klukkan 21 hvín í blístru fararstjórans.
Nú skal efnt til keppni í veðurspá, sem allir taka þátt í. Menn fá
prentuð eyðublöð og þar skal spá um hitastig, vind, úrkomu og
skýjafar. Spáin á að miðast við tjaldstað næsta kvöld, sem ætlað
er að verði í Veiðivötnum.
Jónas Jakobsson veðurfræðingur, dómari keppninnar, skýrir
nokkra af leyndardómum veðurspámennskunnar í heyranda hljóði.