Náttúrufræðingurinn - 1963, Blaðsíða 41
NÁTT Ú RUFRÆÐI N GU R I N N
181
3. mynd.
Rjúpusarpur með grasvíðissprotum og
öðrum jurtahlutum,
A craw of a ptarmigan ivith Salix
shoots and parls of other alpine plants.
4. mynd.
Hundasúrulræ úr einum rjúpusarpi.
Seed of Rumex Acetosella from a craw
of a ptarmigan.
möguleikann á því, að rjúpur hafi í ísaldarlok fylgt rönd hafísþekj-
unnar, sem lá frá Skandinavíu til íslands, eða frá Grænlandi til
íslands. Rjúpa flýgur að haustlagi með fullan sarp af fræjurn eða
lifandi jurtahlutum og nær að kornast til landsins, en drepst þar,
eða er drepin, og fræ eða jurtaleifar dreifast út og þroskast eftir
því, hvaða skilyrði jrau hljóta. Þessu til stuðnings má vitna í at-
lrugun, sem Finnur Guðmundsson (1937) gerði á innihaldi sarps
og fóarns í 23 rjúpum, en þar fundust hlutar af 11 tegundum jurta.
Er þess getið, að í sarpinum sé fæðan lítið sködduð, en í maganum
safnist oft fyrir tormeltanlegar plöntuleifar, t. d. lræ og berjasteinar.
Sjálfur hef ég tekið eftir birkibrumi og ýmsuxn fræjum í sarpi, eftir
því á hvaða landi rjúpan hafði gengið, — t. d. lækjarfræhyrnu og
sefbrúðu í rjúpu á ljallalandi, en hrafnaklukkuskálpa og fullan sarp
af hundasúrufræi í rjúpu, senr skotin var á söndunr Rairgárvalla að
haustlagi. í sarpi þeirrar rjúpu munu hafa verið unr 4000 fræ, svo
að einhverju hefur sú rjúpa getað dreift milli landshluta. Þannig