Náttúrufræðingurinn - 1963, Side 50
190
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
Ritfregnir
Roger Tory Peterson, Guy Mountford, P. A.D. Hollom: FUGLAR ÍSLANDS
OG EVRÓPU. 384 bls., 64 myndasíður (40 í litum), 16 textamyndir. 380
útbreiðslukort. Finnur Guðmundsson íslenzkaði og staðfærði. Almenna
bókafélagið, Reykjavík 1962.
Árið 1934 kom út í Bandaríkjunum lítil bók eftir Roger Peterson. Nefndist
hún A Field Guide to the Birds. Þessi bók, sem síðan hefur komið út í mörg-
um útgáfum og þar að auki getið af sér mörg afsprengi önnur, olli byltingu í
afstöðu manna til að ákvarða fugla úti í náttúrunni. Varð fljótt ljóst, að hér
var alger nýjung á ferðinni, sem sameinaði aðgengilegan og áreiðanlegan lróð-
leik í svo samþjöppuðu formi, að lurðu gegndi. Hið f'ræga kerfi Petersons
hefur þróazt rnjög samfara aukinni notkun og útbreiðslu án þess þó að breytast
í aðalatriðum. Það byggist einkum á skýrum og nákvæmum myndum, áherzla
á einkennum, sem auðvelt er að sjá á fuglunt á löngu færi, og greinargóðum
samanburði svipaðra tegunda.. Á þennan hátt læra byrjendnr fljótlega að
þekkja fugla. Notagildi bókarinnar er þó alls ekki bundið við Ijyrjendur, því
að hún er hverjum fuglafræðingi ómissandi handbók.
Bókin Fuglar Islands og Evrópu kom fyrst út í Englandi árið 1954, og nefnist
hún á frummálinu A Field Guide to the Birds of Britain and Europe. Hefur
hún þegar verið gelin út á um tíu tungumálum. Bókin er fyrst og fremst
árangur samstarfs hötundanna þriggja, en sérfræðingar um alla Evrópu, þeirra
á meðal þýðandi islenzku útgáfunnar, hafa veitt ráð og bendingar.
Eins og vænta má, hefur Evrópubókin ýmsar nýjungar að geyma, sem orðið
hafa til að fenginni reynslu á amerísku bókunum, og stendur hún þeim á marg-
an hátt framar. Myndirnar eru yfirleitt nákvæmari og betri, og eru langflestar
svo vel úr garði gerðar, að á betra verður vart kosið. Þó eru þær vitaskuld
ekki alfullkomnar fremur en önnur mannanna verk, til dæmis linnst mér tjald-
urinn vera sýndttr of stór og haförninn of vængjamjór, einnig er straumandar-
kollan ranglega sýnd nær bvít að neðan. Smávægilegar aðfinnslur sem þessar
gera þó ekki annað en undirstrika það, að slikar myndir, sem uppfylla jafnt
kröfur listrænnar meðl’erðar og vísindalegrar nákvæmni, eru ekki á hverju strái.
Þá hefur og aðaltextinn tekið miklum framförum. Up])lýsingar um hverja teg-
und eru skipulegri og fyllri, en jafnframt er stíllinn nokkuð knappari og óper-
sónulegri. Á einstaka stað örlar enn á lýsingunt, sem koma að litlu gagni við
ákvörðun, og má hér benda á lýsingu kvenfugla og ungra blika æðarkóngs.
Yíirleitt munar þó hvergi orði of eða van, og textinn er á margan hátt að-
gengilegri og ótvíræðari en í amerísku bókunum. Ekki má gleyma aðalfram-
förinni, en það eru hin fjölmörgu útbreiðslukort bókarinnar. Kortin sýna varp-
og vetrarheimkynni nær allra tegunda, sem verpa í Evrópu vestan þrítugustu
gráðu austlægrar lengdar. Eins og nærri má geta, eru þau ekki nákvænt í smá-