Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1963, Side 46

Náttúrufræðingurinn - 1963, Side 46
18(5 NÁTTÚRUFRÆÐINGUR I NN fyrst numið land eða strax í lok ísaldar, en hörfað upp á hálendið með hlýnandi veðurfari og jafnframt hafi hlýviðrisjurtir náð að nema iand á stöku stað. Það er engin firra að ætla, að svalviðris- jurtir hafi getað borizt til landsins. Margar þeirra hafa borizt til Jan Mayen, sem var áður gróðurlaus (Steindórsson 1958) og því eins getað borizt til íslands. Sama máli gæti gegnt um aðflutning láglendisjurta miðsvæðanna. Nú vi 11 svo til, að miðsvæðisjurtirnar á íslandi eru þannig stað- settar, að austanlands eru einkennisjurtir helzt af skandinavisku bergi brotnar, vestanlands eru einkennisjurtir, sem finnast einnig vestan hafs, svalviðristegundirnar vaxa norðanlands og hlýviðris- jurtir helzt sunnanlands. Eðlileg skýring er, að þessar jurtir hafi tiltöhdega nýlega borizt til landsins og vaxi nú á þeim svæðum, sem bezt lágu við móttökunni í Jreim landshluta, sem að móður- landinu vissi og höfðu þau skilyrði upp á að bjóða, sem hentaði hverri tegund. Hefðu þessar jurtir borizt eftir landbrú fyrir ísöld eða á síðasta hlýviðrisskeiði, er mjög ósennilegt, að útbreiðsla Jreirra væri eingöngu bundin við þessi svæði. Má telja líklegra, að jurtirnar hefðu haft nægan tíma til að dreifa sér jafnt um landið. Of langt mál er að reyna að skýra með dæmum tilkomu einstakra jurta, en geta skal þess, að til Eyjafjarðarsvæðisins eru taldar allmarg- ar hálendisjurtir. Mætti eins álykta, að hin norðlæga lega svæðisins valdi því, að svalviðrisjurtir safnist þangað. Þar að auki er þarna mesta samfellda háfjallasvæði á landinu, svo að það getur tæplega þótt tíðindum sæta, þótt þar sé fjölskrúðug háfjallaflóra. Hins vegar eru taldar til þessa miðsvæðis jurtir, sem finnast víða um hálendið, svo sem snægresi, Phippsia algida; fjallanóra, Minuartia biflora; laukasteinbrjótur, Saxifraga cernua o. fl. Af láglendisjurtum á þessu svæði er minnzt á villihveiti, Agropyro?!, og mýrarber, Oxycoccus microcarpa, sem auðveldlega berst með mönnum og fuglum. Af einkennisjurtum Vestfjarða er um hehningur jurtir, sem dreifast með gróum og gætu því hæglega hafa borizt þangað með loftstraum- um, aðrar finnast í skógum víða um land, svo sem ferlaufasmári, Paris quadrifolia, eða í mýrum, svo sem sóldögg, Drosera rotundi- folia. Á Austfjarðasvæðinu eru ýmsar blómjurtir, sem vel geta verið slæðingar úr görðum og aðrar borizt með vindum, svo sem öspin, Populus tremula, eða sem ber með fuglum, t. d. rauðberjalyngið,

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.