Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1963, Blaðsíða 51

Náttúrufræðingurinn - 1963, Blaðsíða 51
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 191 atriðum. Víðast livar má þó fara nærri um, hvar búast má við hverri tegund á hvaða tíma árs sem er, ef jafnfamt er gefinn gaumur að upplýsingum unt kjörlendi liverrar tegundar. Fullyrða má, að hvergi sé eins ýtarlega gerð grein fyrir útbreiðslu jafnmargra fuglategunda á svo stuttan og laggóðan hátt. Loks vil ég geta hentugrar reglu, sem frá upphaíi hefur verið fylgt við gerð þessara bóka. Hún er að safna saman í viðbæti stuttum upplýsingum um allar tegundir, sem vart hefur orðið á svæði því, sem um er fjallað, sjaldnar en tuttugu sinnum. Þannig sparast rúm í þessari vasahandbók, en um leið cr tegundum, sem langflestir notendur bókarinnar sjá líklega aldrei, gerð full skil í örstuttu máli. Fljótt á litið virðist sjálfsagt mörgum, að það hafi verið lítið verk að snara ckki stærri bók á íslenzku. Svo er þó ckki. Þýðing dr. Finns Guðntundssonar er þrekvirki, unnið af mikilli þekkingu, þrotlausri vandvirkni og óskeikulum málsmekk. Finnur hefur smíðað um 420 ný fuglanöfn í bókinni, en þar að auki hefur liann endurskoðað og breytt ýmsum nöfnum, sent fyrri fræðimenn, sérstaklega Bjarni Sæmundsson, hafa búið til. Einkum verður að telja mikla hót í útrýmingu tvínefna (t. d. litli hvítmáfur, nú bjartmáfur) og svo nýsmíði ýmissa ættanafna (sefandaætt verður goðaætt). Með þessu móti verða nöfnin ekki einungis þjálli í meðförum, heldur verða þau einnig kerfisbundnari. Um stöku nafngiftir má auðvitað deila. Rúmsins vegna heíur þýðandi orðið að takmarka mjög fjölda íslenzkra nafna hverrar tegundar, og hafa við það nokkur alþekkt og útbreidd nöfn orðið útundan (t. d. brúsi, veiðibjalla, sólskríkja). Úr þessu hefði mátt bæta nteð tilvísun í nafnaskrá. Einn aðalvandinn við þýð- inguna er þó vafalaust hinn stuttaralegi stíll frummálsins. Á þessum erfiðleika eins og fleirum liefur þýðandi sigrazt með prýði. Ég vil J)ó ekki láta hjá líða að minnast á örfá atriði, sem betur hefðu mátt fara í íslenzku útgáfunni. Á bls. 36 er getið viðhafnarmikilla biðiislista topp- goða, en ekki er minnzt á svipað hátterni annarra goðategunda. Þessa setningu ætti að flytja fram í ættarlýsinguna. Orðið sjóönd (að vísu í gæsalöppum) á bls. 88 og 89 um lirafnsiind og hávellu er ójjarft og stafar af suðlægum uppruna bókarinnar. Hér á landi á það tæplega við nema um liávellu að vetri til. Sléttulæpa (bls. 164) er sögð vera „á stærð við rúkraga“, í ensku útgáfunni er miðað við ruff, ]). e. karlfugl þessarar tegundar. Hér lægi beinast við að miða stærðina við stelk. Um spóatítu (bls. 174) segir: „Um fartímann ekki ótíður flækingur í V.-Evrópu, allt norður til Bretlandseyja...“, en í frumútgáfu stendur: „On passage throughout Europe; in winter occasionally N. to British Isles.“ Hinir einkennilegu vængjasmellir branduglu (bls. 223) hafa orðið út- undan í })ýðingunni. Á bls. 334 liefur gleymzt að geta hrímtittlings sent flæk- ings á íslandi. Loks segir á bls. 346, að stél sportittlings sé „ekki hvítt á út- jöðrum", hér á greinilega að standa „minna hvítt...“ Frágangur bókarinnar er allur hinn vandaðasti. Myndasíður eru prentaðar í Englandi og yfirleitt mjög jafnar að gæðum. Prentun bókarinnar að öðru leyti fór fram hér á landi, og gefur hún sízt öðrum útgáfum Jressa verks eftir. Við allnákvæman yfirlestur hefur mér tii dæmis aðeins tekizt að finna 26 prent- villur, flestar meinlausar. Bandið virðist vera afar sterkt og þola mikla notkun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.