Náttúrufræðingurinn - 1963, Side 6
148
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
2. mynd.
Tortula ruralis.
Efri hluti plönt-
unnar.
al Tortulu ættkvíslinni (Vefjumosar). Hún er frem-
ur sjaldan með baukum, en er hávaxin tegund af
þessari ættkvísl að vera, og auðþekkt á hinum langa
hároddi, sem gengur fram úr blöðunum, sem eru
útstæð eða nokkuð bogin niður á við þegar þau eru
rök.
13. (?) T. norvegica (Web.) Wg. (T. aciphylla í
B.I.) er getið frá Dýrafirði í B.I., en eintök ekki til
hér. Síðan hefur Meylan getið hennar héðan og
telur hana finnast víða. Ég hef ekki fundið þessa
tegund.
14. T. subulata Hedw. (1. mynd B) er algeng
tegund, sem þekkist á hinum langa, dálítið bogna
Itauk.
15. T. mucronifolia Schwaegr. er í B.I. getið frá
Vestmannaeyjum. Hana hef ég fundið bæði í Hval-
firði og Eyjafirði.
16. Barbula unguiculata Hedw. er í B.I. getið frá tveim stöðum,
Vestmannaeyjum og Saurbæ í Hvalfirði. Hana hef ég fundið á
Seltjarnarnesi.
17. B. vinealis Brid. (B. cylindrica í B.I.) hefur fundizt á nokkr-
um stöðum, en virðist þó vera frekar sjaldgæf. Hér hefur aðeins
fundizt afbrigðið var. cylindrica (Tayl.) Boul.
18. B. recuruirostris (Hedw.) Dix. (Didymodon rubellus í B.I.)
er langútbreiddasta tegund þessarar ættkvíslar og líklega algeng
um land allt.
19. B. ferruginascens Stirt. (Didymodon rubellus var. brevifolia
í B.I.) hef ég fundið á Snæfellsnesi.
20. (?)B. tophacea (Brid.) Mitt. er ekki talin fullgild íslenzk
tegund í B.I., en hafði verið getið héðan af Lindsay. Síðan hefur
Jones getið hennar frá Grímsey, og verður það að teljast nokkuð
(iruggur fundur.
21. B. fallax Hedw. er aðeins getið frá þrem stöðum í B.I., en
er ekki sérlega sjaldgæf, virðist vera önnur algengasta tegund
ættkvíslarinnar, en er þó alls ekki algeng.
22. B. rigidula (Hedw.) Mitt. hefur ekki verið getið héðan fyrr.
Ég fann hana árið 1959 í Reykjavík og fékk liana sama ár úr
Fljótshlíð í Rangárvallasýslu (Steinn V. Magnússon).