Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1963, Page 42

Náttúrufræðingurinn - 1963, Page 42
182 NÁTTÚRUFRÆÐ1N G U RIN N hefði þessi rjúpa einnig getað borið jurtir milli landa, og svipað má ímynda sér, að bæði endur, álftir og gæsir geti flutt fræ og rætur of'arlega í maga eða á fótum. Þannig flutningur með fuglum gæti liaft þau áhrif á flóruna, að jurt finnist aðeins á stiiku afskekktum stöðum, svipað því eins og sá staður hefði verið auður síðasta ís- aldarskeið og jurtin þá lifað af ísöldina. Þannig er einnig til fjöldi gróðurvinja á hálendi landsins, einangraðar af söndum, hraunum, ám og jöklum, þar sem ákveðnar jurtir hafa náð að vaxa við dýja- veitur eða laugaryl eða á íslausum svæðurn á jöklum. Mætti þá spyrja, livort þetta væru líka leifar gróðurs frá fyrra hlýviðrisskeiði eða hvort sá gróður hafi borizt þangað nýlega. Það er erfitt að hugsa sér flutning laugaplantna inn í volgrur við jökulrót eða yfir sand- auðnir Tungnaáröræfa, ef fuglar hafa ekki borið þær þangað. Er þá ekki aðeins stigsmunur á því að bera fræið eða plöntuhluta til landsins eins og frá einum landshluta til annars? Finnist ný planta á þeim landshluta, sem vitað er, að hefur verið hulinn jökli, er þó ekki annarra kosta völ en að álykta, að hún hafi dreifzt þangað á einhvern framangreindan hátt. Mætti t. d. spyrja, hvernig sé farið tilkomu dvergtungljurtar, sem nýlega hefur fund- izt í Þjórsárdal. Á sama hátt getur bláklukka hafa borizt til Aust- fjarða eða mýrarberjalyng að Mývatni. Flutningur með loftstraumum. Um flutning fræja með loftstraumum mætti ýmislegt tína til, því að fræ allmargra jurta er útbúið sviftækjum, svo sem víðis, aspar og dúnurtar. Enn ber þess að geta, að mikill hluti þeirra plantna, sem talinn er hafa lifað hér á ísöld, eru burknar og elft- ingar, en gróbæru plönturnar eru í sérflokki; þær æxlast með gró- um, og gró þeirra eru mjög létt og geta hæglega borizt með loft- straumum milli landa. Iir því vafasamt að draga of miklar ályktanir af fundarstöðum þeirra, en af hinum svokölluðu miðsvæðisjurtum teljast að minnsta kosti 16 vera burknar og elftingar. Mosar og skóf- ir bárust hingað þannig og voru sennilega fyrstu landnemarnir. Mannleg dhrif. Þá skal rétt drepið á áhrif mannsins á tilkomu flórunnar. Stein- dór telur um 100 plöntur íslenzku flórunnar hafa borizt með mönn- um. Það er eins með þessar jurtir og miðsvæðisjurtirnar, að þær

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.