Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 26

Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 26
kvartera jarðlagastaflann líka. Á 3. mynd eru sprungusveimarnir, sem hér hefur verið rætt um, sýndir og hvernig þeir liggja með tilliti til grágrýtisins. Gömlu og nýju sprungurnar eru sama eðlis og líklega er mjög erfitt að greina þær að í árkvartera berginu, einkum vegna þess, að stefna þeirra virðist vera í megindráttum nær alveg sú sama (sjá Jefferis og Voight 1981). Gömlu sprungurnar gætu því eins vel hafa tekið að hreyfast aftur í vissum tilvikum, eins og nýjar að myndast. Grágrýtið sjálft er mest sprungið á vestanverðri Mosfellsheiði, í beinu framhaldi af sprungusveim Brenni- steinsfjallanna og umhverfis Elliða- vatn, í beinu framhaldi af Krísuvíkur- sprungusveimnum. Framhald Reykja- nessprungusveimsins til norðausturs stefnir beint á Reykjavík. Sprungurn- ar hverfa í sjó á Vatnsleysuströnd, en þær hafa ekki fundist á landi á Álfta- nesi eða í Reykjavík. Grágrýtið á þess- um stöðum er því að mestu óbrotið, að því er virðist. Erfitt er þó að fá af þessu óyggjandi mynd, vegna þess hversu byggt land er orðið í Reykjavík og sprungukort voru ekki gerð í tíma, eins og nú er farið að gera á framtíðar- svæðum byggðar á höfuðborgarsvæð- inu (sbr. Halldór Torfason 1982). Ár- kvartera bergið undir grágrýtinu er hins vegar brotið, en þau brot tilheyra Kjalarnessprungusveimnum, eins og fyrr segir. Hvort líkur eru á að sprunguvirkni Reykjanessprungu- sveimsins nái til Reykjavíkur í framtíð- inni, er háð því á hvaða stigi Reykja- nessprungusveimurinn er. Sé hann enn vaxandi að virkni er ekki útilokað að hann eigi eftir að brjóta Reykjavík- urgrágrýtið á sama hátt og Krísuvíkur- sprungusveimurinn hefur brotið grág- rýtið umhverfis Elliðavatn og Rauða- vatn, og Brennisteinsfjallasveimurinn hefur brotið grágrýtið á vestanverðri Mosfellsheiði. Sé hann á hinn bóginn í hámarki virkni sinnar eða farinn að dala, verður að sama skapi að teljast ólíklegt að hann brjóti nokkurn tíma Reykjavíkurgrágrýtið. Um breytingar á virkni Reykjanessprungusveimsins í framtíðinni er mjög erfitt að segja nokkuð ákveðið. Til þess vitum við of lítið um smáatriðin í þróun sprungu- sveima, raunverulegan „líftíma“ þeirra, aldur Reykjanessprungu- sveimsins o.fl. Um aldur hreyfinganna nyrst á Krísuvíkursprungusveimnum er þó hægt að fá nokkra vitneskju og skal hér rakið gleggsta dæmið. Grágrýtið er brotið í framhaldi af Krísuvíkur- sprungusveimnum norður fyrir Rauða- vatn. Ofan á þetta grágrýti leggjast nokkur tiltölulega ung hraun. Tvö þeirra verða hér til verulegrar hjálpar, þar sem þau renna bæði þvert á sprungukerfið og bæði hafa verið aldursákvörðuð. Annað þeirra er Búrfellshraun upp af Hafnarfirði. Samkvæmt aldursákvörðun með geislakoli rann þetta hraun fyrir um það bil 7200 árum (Guðmundur Kjart- ansson 1973). Vestur af Búrfelli skera nokkur misgengi, þ.á.m. Hjallamis- gengið, taum af þessu hrauni. Tilfærsl- an á Hjallamisgenginu er mest í grá- grýtinu norðan við hrauntauminn, um 65 m, en við aðalbrotið er tilfærslan á Búrfellshrauninu aðeins um 7 m (sbr. Jón Jónsson 1965). Misgengið er því að stofni til eldra en 7200 ára, en hefur eftir þann tíma hreyfst um 7 m. Einum 6—7 km norðar rann hraun í gegnum sundið á milli Skyggnis og Seláss niður eftir Elliðaárdalnum. Hraun þetta er komið upp í Leitum austan Bláfjalla og hefur runnið norður undir Kolvið- arhól, svo niður á Sandskeið, um Lækjarbotna og Elliðaárdai til sjávar í Elliðavogi (Þorleifur Einarsson 1961). Samkvæmt geislakolsaldursákvörðun 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.