Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 28

Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 28
öllum norðurhluta Krísuvíkursprungu- sveimsins hafi dáið út á tímabilinu milli 7200 og 4600 ára. Hitt er líklegra, að áhrifa brotavirkninnar gæti minna eftir því, sem norðar dregur og 7 m misgengið við Búrfellsgjá deyi út áður en það nær norður að Skyggni. í síðara tilvikinu segir aldur hraunanna ekkert til um lágmarksaldur síðustu mis- gengjahreyfinga á brotum. Krísuvíkursveimurinn hefur sem sagt ekki náð að brjóta og hreyfa grá- grýtið í Reynisvatnsheiði á síðustu 4600 árum. Ekki liggur fyrir næg vitn- eskja urn eðli og hegðun sprungu- sveima til þess að draga megi af þessu mjög ákveðna vitneskju um framtíðar- horfur. Yfirleitt virðist sem 5000 ár á milli atburða á sprungusveimum rek- beltanna sé mjög langt hlé, en hér er þess að gæta, að um er að ræða ysta jaðar sprungusveimsins, svo langt frá hámarki virkninnar sem komist verð- ur. Hvenær á „lífsferli“ sprungusveims slíkir jaðrar eru virkastir er ekki vitað með neinni vissu. Grunnvatnsstreymi allt, ekki síst í jarðhitakerfunum í landinu, er yfirleitt talið standa í mjög nánum tengslum við sprungukerfin. Arkvarteru sprungu- kerfin hafa þannig, að því er virðist, afgerandi áhrif á lághitasvæðin í Reykjavík og Mosfellssveit. Virku sprungusveimarnir stjórna hins vegar rennsli vatns og gufu í háhitasvæðun- um á Reykjanesi, Svartsengi, Krfsu- vík, Brennisteinsfjöllum og Hengli. Kaldavatnsrennslið á sér stað grynnra og ungar sprungur í grágrýtinu og ungu hraununum stjórna rennsli þess á Elliðavatns-Heiðmerkursvæðinu að einhverju leyti. Vegna þess hversu hátt í jarðskorpunni kaldavatns- straumurinn á sér stað og þeirrar stað- reyndar, að þar eru jarðlög, grágrýti, móberg og hraun, mjög opin að innri byggingu, er kalda vatnið minna háð sprungunt um rennsli en heita vatnið, sem streymir dýpra og í þéttara bergi. ÞAKKARORÐ Arni Hjartarson, Jón Jónsson, Kristján Sænr- undsson og Leó Kristjánsson lásu handrit að greininni, gerðu athugasemdir og gáfu upplýs- ingar um efni varðandi innihald hennar. Þeim er öllum þakkað gagnlegt framlag. Tilraunastöð Háskólans að Keldurn kostaði að hluta vinnuna, sem að baki greinarinnar liggur og er það einnig þakkað. HEIMILDIR Aðalskipulag Reykjavíkur 1962-83. 1966. Kafli II. 1. Forsendur frá náttúrunnar hendi (bls. 30-35). — Reykjavíkur- borg, Borgarverkfræðingur, 266 bls. + kort. Árni Hjartarson. 1980. Síðkvarteri jarð- lagastaflinn í Reykjavík og nágrenni. — Náttúrufræðingurinn 50: 108-117. Gestur Gíslason & Páll Imsland. 1971. Greinargerð um jarðfræði fyrirhugaðra stíflustæða á Elliðaám við Skyggni. — Almenna Byggingarfélagið. Greinar- gerð, 4 bls. + kort og snið. Reykjavík. Guðmundur Kjartansson. 1973. Aldur Búrfellshrauns við Hafnarfjörð. — Náttúrufræðingurinn 42: 159—183. Halldór Torfason. 1982. Um sprungukort af Rauðavatnssvæðinu. — Skipulags- stjóri Ríkisins, Borgarverkfræðingur- inn í Reykjavík, Greinargerð, 11 bls. + kort. Helgi Torfason. 1974. Af Mosfellssveit. - B.S.-ritgerð við Háskóla íslands. 88 bls. + kort. Reykjavík. Hospers, J. 1953-1954. Reversals of the main geomagnetic field. — Koninkl. Nederl. Akad. van Wetenschappen, Amsterdam, Series B, 56: 467—491 og 57: 112-121. Ingvar B. Friðleifsson. 1973. Petrology and structure of the Esja quaternary volcanic region, Southwest Iceland. — 74

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.