Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 35

Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 35
sjaldgæfar (ólivín) í basaltísku ís- landíti. Basaltískt íslandít þekkist frá basalti helst á minni kornastærð grunnmassans, dílafæð, og á því að ólivíndíla er nær aldrei að finna í bas- altísku íslandíti, þar sem þeir eru aftur á móti algengir í basalti. Við efnagreiningu kemur munurinn loks skýrt í ljós. í basalti er hlutfall Si02 minna en 52%, en MgO hærra en 4%, (sbr. Karl Grönvold 1972 og Sveinn P. Jakobsson 1979), í basalt- ísku íslandíti er Si02 52—56% en MgO 3.2-4%, og í íslandíti er Si02 meira en 56% en MgO rninna en 3.2% (Karl Grönvold 1972, Hjalti Franzson 1978). Þegar þessi flokkun er notuð koma fram allskörp og eðlileg skil á milli bergtegundanna. Hinsvegar leikur vafi á því hvar skil skulu lögð á milli ísúra og súra bergsins í þóleiísku röðinni. Margir hafa lagt skilin milli íslandíts og dasíts við 63% Si02 (sbr. Karl Grönvold 1972, Hjalti Franzson 1978). Mun eðlilegri skil virðast vera við u. þ. b. 67.5% Si02, en um það verður nánar fjallað í næsta þætti. Það var Englendingurinn I. S. E. Carmichael (1964) sem fyrstur notaði orðið íslandít (,,icelandite“) um það berg sem fram að þeim tíma hafði verið kallað þóleiískt andesít. Hér var um þarfa breytingu að ræða. Íslandít er all frábrugðið hinu dæmigerða andesíti fellingafjallanna, það hefur mun hærra hlutfall járns og lægra hlut- fall áls en það, auk þess sem það er dílasnautt, en andesítið er jafnan mjög dílótt. Nafnið basaltískt íslandít höfð- ar til þess að það er líkara basalti en íslandít. ÚTBREIÐSLA OG UPPRUNI Á íslandi hefur basaltískt íslandít og íslandít fundist á víð og dreif um land- ið, en þó einkum á vestur- og austur- landi (3. mynd). Það er áberandi að þessar tvær bergtegundir finnast oftast á sömu stöðunum. Það er einnig eftir- tektarvert (þótt það sjáist ekki á 3. mynd) að fundarstaðirnir eru allir nema þrír í eða við megineldstöðvar. Því miður hefur ekki enn verið birt á prenti kort yfir íslenskar megineld- stöðvar, en nýjasta yfirlitskortið er í prófritgerð Helga Torfasonar (1979). Vitað er um 97 megineldstöðvar sem virkar hafa verið á ýmsum tímum síð- an ísland varð til, af þeim eru senni- lega um 90 þóleiískar eldstöðvar. Könnun á tiltækum heimildum leiðir í Ijós, að basaltískt íslandít hefur fundist í 17 megineldstöðvum, en íslandít í alls 20 megineldstöðvum. Þessir staðir eru merktir á 3. mynd, þannig að hver punktur merkir megineldstöð þar sem þessar bergtegundir hafa fundist, þótt fundarstaðir séu í sumum tilvikum fleiri en einn. En auk þess hefur basaltískt íslandít fundist á þremur stöðum þar sem ekki er vitað til þess að um megineldstöðvar sé að ræða: í borholu við Svartsengi á Reykjanes- skaga (Magnús Ólafsson, munnl. upp- lýsingar 1984), í Kálfafellsdal í Suður- sveit (Helgi Torfason 1979) og í Fljóts- dal (Wood 1978). Svartsengi er að vísu í Grindavíkur-eldstöðvakerfinu, en þar hefur ekki þróast megineldstöð (sbr. Sveinn P. Jakobsson 1980). Við þessa könnun á dreifingu ísúra bergs- ins í þóleiítröðinni hafa eftirtaldar heimildir verið notaðar auk þeirra er áður getur: Annels 1967, Annells 1968, Bemmelen og Rutten 1955, Gib- son 1963, Grétar ívarsson 1981, Hald, Noe-Nygaard og Pedersen 1971, Har- aldur Sigurðsson 1970, Haraldur Sig- urðsson og Sparks 1981, Haukur Jó- hannesson 1975, Ingvar B. Friðleifs- son 1973, Vigdís Harðardóttir 1983 og Walker 1963. Þegar þess er gætt, að basaltískt ís- landít og íslandít hafa fundist í nær 81

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.