Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 36
3. mynd. íslandskort, er sýnir þá fundarstaði basaltísks íslandíts (stjörnur) og íslandíts
(svartir punktar) sem vitað er um með vissu. Á kortinu eru einnig sýndar jarðmyndanir
frá yngri pleistósentíma-nútíma (skyggt), — og er þar greint á ntilli þóleiíska beltisins
(dökk-skyggt) og alkalísku beltanna (ljós-skyggt); jarðmyndanir frá plíó-pleistósen
(skástrikaðar) og ntyndanir frá tertíer (óskyggt). — Map of Iceland showing known
localities of basaltic icelandite (stars) and icelandite (black dots); formations of yottng
Pleistocene and Recent age (shaded), Plio-Pleistocene formations (obliqtte lines) and
Tertiary formations (white).
öllurn þeint megineldstöðvum sem
kannaðar hafa verið af alvöru, þá
verður að teljast líklegt að þessar berg-
tegundir eigi eftir að finnast í flestum
þóleiískum megineldstöðvum. Af
þeim sem eru vel þekktar, virðast ís-
úru bergtegundirnar algengastar í
Phngmúlaeldstöðinni í Skriðdal (Carm-
ichael 1964), í Hafnarfjallseldstöðinni
í Borgarfirði (Hjalti Franzson 1978), í
Reykjadalseldstöðinni í Miðdölum og
í Hallarmúlaeldstöðinni í Borgarfirði
(Haukur Jóhannesson 1975), í Kerl-
ingafjöllum (Karl Grönvold 1972) og í
Kjalarnes- og Stardalseldstöðvununr í
Kjósarsýslu (Ingvar B. Friðleifsson
1973). Erfitt er að geta sér til um
hversu mikið er af ísúru bergi á ís-
landi. Sé tekið mið af þeim upplýsing-
um sem fyrir hendi eru, þá gæti basalt-
ískt íslandít og íslandít verið um eða
innan við 5% alls gosbergs landsins.
Uppruni ísúra bergsins hefur aðal-
lega verið skýrður á tvennan hátt.
Annars vegar getur basaltískt íslandít
og íslandít hafa myndast við hlutkrist-
öllun á þóleiíti (sbr. Sveinn P. Jakobs-
son 1984) í kvikuhólfum megineld-
82