Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1960, Page 5

Náttúrufræðingurinn - 1960, Page 5
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 171 sandlagi í suðurendanum. í miðhellinum er gólfið einnig slétt klöpp, en með bröttum halla inneftir. Innst í lionum er einkennilegur gúll upp úr klöppinni, líkur vel hálfri kúlu að lögun og um \/2 m að þver- máli. Af honum er þverhníptur stallur, 2 m hár, niður í innhellinn. Þar niðri er nokkurn veginn flatt gólf. En það er ekki úr klöpp, held- ur lausagrjóti, sem líkist mest grýttri áreyri. Steinarnir virðast lít- ið eitt ávalaðir og brúnir þeirra slævðar rétt ámóta og í lækjaraurn- um fyrir utan liellismunnann. Sams konar aur er einnig á smábletti í slakkanum ofan við steingúlinn innst í miðhellinum. Um miðbik innhellisins er þessi grýtti aur hulinn sandi. Það er þungur, svartur basaltsandur, vikurlaus að því er mér virtist, hreinn á yfirborði, en leirborinn þegar neðar kemur. Ekki gróf ég niður úr honum, og er það raunar ágizkun ein, að grýtti aurinn sé þar alls staðar undir. Hellisþakinu hallar í aðaldráttum líkt gólfinu nema í framhellin- um, þar sem þakið lækkar til suðurendans, svo að þar verður lágt undir loft. Veggir eru alls staðar því nær lóðréttir næst gólfi, en ganga að sér þegar ofar kernur og verða smám saman að þaksúð án nokkurra rnarka þar á milli, og koma súðirnar víðast saman í hvassri burst, svo að þversnið af hellinum verður líkt og af bát á hvolfi. í suðurend- anum er þakið þó hvelfdara. Yzta berglagið í öllum innveggjum hellisins, að meðtöldu þaki og gólfi, hefur bersýnilega bráðnað af hita eftir að sjálft hellisholið var til orðið. Blásvört, gljáandi bræðsluskán þekur bókstaflega allt fast berg inni í hellinum. Bráðið berg hefur dropið úr þakinu, runnið í taumum niður súð og veggi og hnigið undan halla á gólfinu (6. mynd). Sveinn Pálsson líkir rennslistaumum í þakinu við sperrur undir súð. En niður úr þeim hanga dropsteinar, sem allir eru stuttir og fremur ólögulegir, margir flatvaxnir. í framhellinum sér þess merki, að hálfbráðnar dropsteinstotur hafa slitnað úr þakinu, dottið niður og klesstst við gólfskánina. I innsta hluta hellisins skaga ávalir gúlar út úr hellisveggjunum og hanga einnig niður úr þakinu, og einn, sem þegar er getið, liggur á gólfinu innst í miðhellinum. Þessir gúlar eru að stærð og lögun nauðalíkir bólstrum í bólstrabergi (7. mynd), og tel ég lítinn vafa, að þeir séu raunverulegir bólstrar. Þó vantar utan um þessa bólstra hina brúnu glerskorpu sem einkennir venjulega bólstra. í hennar stað er gljásvarta bræðsluskánin, sem hvergi vantar. Og hvergi getur að líta gerð bólstranna hið innra, því að þeir eru allir heilir. Víst

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.