Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1960, Page 13

Náttúrufræðingurinn - 1960, Page 13
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 179 hafi hjálpað verulega til að halda því uppi, heldur hefur það frá öndverðu verið nægilega liart og traust til að tolla. En í Mögugilshelli er gólfið bratt og stöllótt, og því hallar inn í fjallið, í öfuga átt við það sem blágrýtiskvikan hlýtur að hafa runnið áður en hellirinn myndaðist. Gólfið er allt slétt klöpp með bræðsluskán. Þar sér engin verksummerki eftir hrauná; aðeins efsta lagið, sjálf skánin, hefur hnigið í taumum undan halla. Þakið er mjög þykkt, úr ósprungnu og tiltölulega jjéttu bergi, svo að vel má ætla, að við myndun hellisins hafi gufuþrýstingur átt verulegan þátt í að lúndra að hálfbráðið bergið sigi saman. Þó má einnig gera ráð fyrir, að yzta lag blágrýtisæðarinnar hafi verið orðið allvel storkið og fast meðan enn rann kvika eftir henni miðri. En er lát varð á aðrennslinu, spenntist hellisholið sundur af þrýstingi þeirr- ar gufu, sem skildist frá kvikunni. Vera má, að hitaaukning og þar með þrýstingsaukning vegna bruna vissra efna í gufunni hafi vald- ið þar nokkru um. Víst er um það, að veggir þessa hols glóðu af hita, svo að þar var albjart inni. Að því leyti — en vissulega aðeins að því leyti — var þá vistlegra í Mögugilshelli en nú. Ég hætti mér ekki lengra út í að skýra myndun Mögugilshellis og hef raunar ekki staðhæft annað en það, sem öllum rná ljóst vera, sem hellinn skoða: Hann er hol í blágrýtisæð, jafngamalt æðinni, og hún liggur í móbergi. Mér til afsökunar skal það tekið fram, að fyrirbærið innskot (intrúsjón) og þar á meðal bergæðar er að vísu staðreynd, en þó að ýmsu leyti ráðgáta vísindunum. Það hefur aldrei verið skýrt, hvaðan bergkviku kemur orka til þeirrar marg- háttuðu innrásar sinnar í áður myndað berg, sem raun ber vitni. Ekki þekki ég neinn líka Mögugilshellis, hvorki af sjón né af- spurn, hvorki hér á landi né annars staðar. Hellar og skútar eru að vísu algengir í innskotum úr kubbabergi og bólstrabergi í móbergs- fjöllum. En allir, sem ég þekki, eru smásmíði í samanburði við Mögugilshelli og vantar hina sérkennilegu bræðsluskán. Flestir eða allir virðast jieir hafa verið fullir af einhvers konar linu bergi, sem seinna hefur holazt út. En með því að hellar í móbergsfjöllum hér á landi hafa mjög lítið verið rannsakaðir og ég sjálfur fáa skoðað, þá þykir mér næsta trúlegt, að þar eigi einhverjir líkar Mögugils- hellis eftir að finnast.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.