Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1960, Page 14

Náttúrufræðingurinn - 1960, Page 14
180 NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN 5. Hœtta vegna aurburðar Mögugilshellir hefur þá fyrst opnazt upp á yfirborð jarðar, er gilið liafði grafizt niður við hlið hans, en sá gröftur hófst ekki fyrr en í ísaldarlok, fyrir eitthvað urn 10 þús. árum, þegar skriðjökull- inn eyddist milli Fljótshlíðar og Eyjafjalla. En þá voru Markar- fljótsaurarnir ekki til og farvegur Fljótsins undir Þórólfsfelli lægri en nú. Jafnvel er hugsanlegt, að fjörður hafi náð allt þangað inn. Síðan hefur Markarfljót yfirleitt verið að hlaða undir sig og hækka. Þannig hefur það myndað hina miklu óseyri, þar sem nú eru Landeyjar og Fljótsaurarnir allt inn að Þórsmörk. Vegna hækkunar þessa flatlendis hlutu einnig aurageirarnir framan við gilin í hlíð- unum að hækka. Hallalitlir lækjaraurar hlóðust upp í gilkjöftun- um og huldu hina fornu botnklöpp lækjanna æ lengra inn í gil- in. Klapparbotn Mögugils er nú grafinn undir slíkum aur á nokk- ur hundruð rnetra kafla inn frá gilkjaftinum, og í þeim kafla gils- ins er hellirinn (4. mynd). Ekki er ósennilegt, að aurinn sé nú fá- einar mannhæðir að þykkt framan við hellismunnann, og ef hann ireldur áfram að þykkna, þótt ekki sé nema röskan metra, lokar hann hellinum. Reynslan sýnir, að aurinn í gilinu hækkar ekki jafnt og þétt af framburði lækjarins. Lækurinn grefur sig niður sum ár eða árabil á milli þess sem hann lileður undir sig. Þetta getur oltið á mörgu, sem illt er að henda reiður á, svo sem á tíðarfari, en ekki sízt á því, hvort Markarfljót rennur langt eða skammt undan gilkjaft- inum. Þegar það nálgast hlíðina, eykst hallinn á neðsta kalla lækj- arins úr Mögugili, og hann er vís til að grafa sig niður, en þegar Fljótið rennur langt úti á aurum sínum, teygist aurageiri lækjar- ins fram og verður hallaminni, svo að lækurinn hleður fremur undir sig. Fyrir meira en tíu árum var gerð fyrirhleðsla í Markar- fljót skammt fyrir ofan Mögugil og vatninu bægt frá hlíðinni langt suður á aura. Hætt er við, að þetta mannvirki stuðli heldur að vexti aursins í Mögugili, þegar tímar líða. Því miður er ég liarla ófróður um gang þessara breytinga að und- anförnu. Ljóst er, að þær hafa verið nokkrar, en ekki sannanlegt, að Jrær hafi verið ýkja miklar. Einu lieimildirnar, sem ég lief við að styðjast, eru athuganir 1) Eggerts og Bjarna og 2) Sveins Páls- sonar á ofanverðri 18. öld, 3) munnleg og bréfleg frásögn Sigurðar

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.