Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1960, Side 20

Náttúrufræðingurinn - 1960, Side 20
186 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 4. Lycopodium alpinum L. Litunarjafni. í Flóru ísl., III. útg., 1948, bls. 20, er þessi tegund sögð fundin óvíða á Austuilandi. í ágúst 1948 finnur Ingólfur Davíðsson hana í Fáskrúðsfirði (óprentuð gróðurskrá frá Fáskrúðsfirði), 1951 í Stöðvarfirði (óprentuð skýrsla um gróðurrannsóknir), 1953 í Loð- mundarfirði (Ingólfur Davíðsson 1954, bls. 32) og 1954 í Hamars- firði (óprentuð skýrsla um gróðurfar í Hamarsfirði). 12. ágúst 1956 finn ég svo tegundina í lyngi og grámosa í 250-300 m hæð yfir sjó í norðurhlíðum Sandvíkur og 22. júlí 1959 í mjög svipuðum gróðri í 270 m hæð yfir sjó við Víkurvatn á Víkurheiði, sem er á milli Vaðlavíkur og Reyðarfjarðar. Á báðum þessum stöðunr var um gróbærar plöntur að ræða með allt að 10 cm háum greinum. 5. Isoetes echinospora Durieu. Álftalaukur. í Flóru ísl., III. útg., 1948, bls. 22, er þessarar tegundar aðeins getið frá tveimur stöðum á Austurlandi, Búlandsnesi og Berunesi. Helgi Jónasson finnur hana svo í Útmannasveit 1951 (Helgi Jónasson, 1952, bls. 137) og 22. júlí 1959 fann ég hana í Víkur- vatni á Víkurheiði, en yfirborð þess liggur í 278 m hæð yfir sjó, og óx hún þarna í þéttum breiðum á leðjubotni á 70—80 cm dýpi og voru blöðin þetta 6—10 cm á lengd. 6. Triglocliin maritimum L. Strandsauðlaukur. í Flóru ísl., III. útg., 1948, bls. 29, er þessi tegund sögð sjaldgæf en þó fundin á Austurlandi. 1955 finnur Ingólfur Davíðsson hana í Álftafirði (Ingólfur Davíðs- son, 1955, bls. 39). 30. ágúst 1955 finn ég hana við Árnagerði í Fáskrúðsfirði og var hún þar 25 cm há og með aldinum; og 21. júlí 1959 við fjarðarbotn- inn í Hellisfirði, Jrar sem hún var örsmá, 4—6 cm á hæð, en þó með aldinum. 7. Potamogeton pusillus L. Smánykra. í Flóru ísl., III. útg., 1948, bls. 31, er þessarar tegundar aðeins getið frá þremur stöðum á Austurlandi, Hafursá, Borgarfirði og Breiðdal. 1951 finnur Helgi Jónasson hana svo í Útmannasveit (Helgi Jónasson, 1952, bls. 138) og 21. júlí 1955 finn ég hana í lítilli og

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.