Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1960, Síða 21

Náttúrufræðingurinn - 1960, Síða 21
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 187 grunnri tjörn nálægt Skálateigi í Norðfirði, þar sem hún var um 30 cm á lengd og með hálfþroskuðum aldinum. 8. Ruppia maritima L. Lónajurt. í Flóru ísl., III. útg., 1948, bls. 34, er þessarar tegundar aðeins getið frá einum stað á landinu, Lónsfirði á Suðausturlandi. Sumarið 1948 rekst svo Ingimar Óskarsson á hana við sunnan- verðan Hvammsfjörð í Dalasýslu (Ingimar Óskarsson, 1949, bls. 185), 18. ágúst 1954 finnur Guðbrandur Magnússon hana við Hraun í Fljótum (Ingimar Óskarsson, 1956, bls. 104) og sama sumar finn- ur Steindór Steindórsson tegundina við Stakkhamar á Snæfellsnesi (Steindór Steindórsson 1956, bls. 26). 28. júní 1956 kemur svo fimmti fundarstaðurinn hérlendis, en þann dag finn ég hana í 10—15 cm djúpu, hálfsöltu vatni á Grýtu- bakkaflæðum í Höfðahverfi. Þessi tegund er allbreytileg og hefur verið lýst nokkrum afbrigð- um af henni, sumir höfundar hafa jafnvel viljað kljúfa hana í fleiri tegundir og er þá aðallega farið eftir lögun og stærð aldina, axleggja og smáaldinleggja. Þannig eru eintökin frá Lónsfirði talin til R. maritima L. f. rostellata Koch í Flóru ísl., III. útg., 1948. Þessi eintök mín frá Höfðahverfi eru ekki það þroskuð, ekki blómguð, að á þeim verði séð með nokkurri vissu, hvaða afbrigði þau líkjast mest. Aftur á rnóti lief ég atliugað öll þau íslenzku ein- tök af þessari tegund, sem til eru í Náttúrugripasafni íslands, og að minnsta kosti ekkert þeirra, sem eru með blómum eða aldinum, virðist mér geta talizt til aðaltegundarinnar R. maritima L., né heldur tilbrigðisins R. maritima L. f. rostellata Koch, sem sumir nefna sjálfstæða tegund, R. rostellata Kocli, eins og þeim er lýst í þeim flórum, sem ég hef við hendina (axleggurinn styttri en smáald- inleggirnir), t. d. C. A. M. Lindman, 1926, bls. 54. Þau líkjast lang- mest ameríska afbrigðinu R. maritima L. var. longipes Hagstr. eins og því er lýst í Gray’s Manual of Botany, 8. útg., gerðri af M. L. Fernald, 1950, bls. 79—80, enda hefur Steindór Steindórsson (1956) hiklaust talið eintökin frá Snæfellsnesi til þessa afbrigðis og Ingi- mar Óskarsson (1956) talið eintökin frá Hrauni í Fljótum standa mjög nærri því. Aftur á móti telja Doris og Áskell Löve (Áskell Löve og Doris Löve, 1956, bls. 127) öll íslenzk eintök, sem þau hafa séð, til R. rostellata Kocli.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.