Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1960, Page 26

Náttúrufræðingurinn - 1960, Page 26
192 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN kallar C. arcticum Lge. var. arcticum Hult. og Áskell og Doi'is Löve kalla C. arcticum Lge. ssp. arcticum Löve ir Löve. Þau eru nefni- lega eingöngu stutthærð, hafa ekki þessi löngu hár, sem E. Hultén kallar „alpinum-hár“, og eru mjög lítið og sum alls ekki kirtilhærð, og þá sízt á bikarblöðunum. Mætti í samræmi við þessar niðurstöð- ur gera smáleiðréttingar á útbreiðslukortinu hjá Áskeli og Doris Löve, 1956, bls. 111. Það virðist þannig að sumu leyti óheppilegt að kalla þessa plöntu-tegund kirtilfræhyrnu á íslenzku. 17. Sagina intermedia Fenzl, S næ k r æ k i 11. í Flóru ísl., III. útg., 1948, bls. 147, er þessi tegund sögð sjaldgæf á Austurlandi. Helgi Jónasson (1952, bls. 139) getur hennar frá Ós- fjöllum við Útmannasveit. 8. ágúst 1956 finn ég tegundina í smágrýttu leirflagi í ca. 400 m hæð yfir sjávarmál við Vegahnúk í Norðfirði og svo 7. júlí 1959 í Mjóafirði, þar sem hún óx í ca. 560 m hæð yfir sjó í lítt gróinni urð niður undan Drangaskarði. 18. Ranunculus auricomus L. coll. Sifjarsóley. Þessi tegund finnst fyrst hér á landi árið 1928, þá finnur Einar B. Pálsson hana „í grýttum jarðvegi, gróðurlítilli skriðu“, í 4—500 m hæð yfir sjávarmál í suðvestanverðu Torfnafjalli nálægt Hrauni í Fljótum (Guðmundur G. Bárðarson, 1929, bls. 49). Sumarið 1929 finnur Baldur Johnsen hana svo „þar sem mætast skriður og klett- ar undir Skálatindum í Nesjum" og sama sumar „á sams konar vaxtarstað í Kálfafellsstaðarfjalli" í Suðursveit (Baldur Johnsen, 1941, bls. 53), en báðir þeir staðir eru í Austur-Skaftafellssýslu. Að þessu athuguðu fæ ég ekki séð, hvernig getur staðið á því, að í Flóru ísl., III. útg., 1948, bls. 159, er sagt frá því, að þessi sóleyjar- tegund vaxi „í grýttu graslendi“. Sumarið 1952 finnur Helgi Jónasson þessa tegund á tveimur stöðum í Njarðvík við Borgarfjörð eystra, „á báðum stöðunum hátt uppi í smágrýttum lausaskriðum", (Helgi Jónasson, 1955, bls. 37) og 1945 finnur Steindór Steindórsson hana við Bjarnarfossa á Snæfellsnesi (Steindór Steindórsson, 1956, bls. 30), en staðhátta á vaxtarstaðnum er ekki frekar getið. Sumarið 1951 fann ég þessa tegund fyrst í Norðfirði og hef nú fundið liana á 7 stöðum alls í fjallinu norðan Norðfjarðar; þeir

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.