Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1960, Page 28

Náttúrufræðingurinn - 1960, Page 28
194 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 19. Papaver radicatum Rottb. Melasól. í Flóru ísl., III. útg., 1948, bls. 164, er sagt, að þessi tegund vaxi. til fjalla á Austurlandi. Síðan hefur Ingólfur Davíðsson fundið hana vaxandi í sand- brekkum við sjóinn við Kjappeyri í Fáskrúðsfirði (Ingólfur Davíðs- son, 1948, bls. 163) og á láglendi í Álftafirði og Hamarsfirði (Ingólf- ur Davíðsson, 1955, bls. 39). Melasólin vex á nokkrum stöðum í Norðfirði, víðast hvar á melum hátt til fjalla, en auk þess á einum stað niður undir sjó (ca. 30—40 m hæð) á lausum mel. Á Hánefs- staðaeyrum við Seyðisfjörð vex hún einnig á mel í ca. 30 m hæð yfir sjó. 20. Cardamine bellidifolia L., Jöklaklukka. í Flóru ísl., III. útg., 1948, er þessarar tegundar ekki getið frá Austurlandi og ég hef hvergi á prenti getað fundið nein merki þess, að hún vaxi þar. 8. ágúst 1956 fann ég þrjú eintök af henni á mel í ca. 650 m hæð yfir sjávarmál í fjallinu Lakahnaus fyrir botni Hellisfjarðar, plönturnar voru 2—4 cm á hæð, sú liæsta með tveimur hálfþrosk- uðum skálpum. Þetta mun því vera fyrsti fundarstaður þessarar tegundar á Aust- urlandi. 21. Potentilla Egedii Wormskj. Skeljamura. í Flóru ísl., III. útg., 1948, bls. 208, er þessi tegund sögð fundin á fimrn stöðum á Norðurlandi, í Kelduhverfi, á Akureyri, í Ólafs- firði, í Fljótum og á Grjótnesi. 28. júní 1956 fann ég hana á Grýtubakkaflæðum í Höfðahverfi við Eyjafjörð, þar sem hún óx á röku engi. 22. Alchemilla glomerulans Bus. Hnoðamaríustakkur. í Flóru ísl., III. útg., 1948, bls. 216, er sagt, að þessi tegund virð- ist vera frekar sjaldgæf á Austurlandi. 1952 finnst hún í Höskuldsstaðaselsfjalli í Breiðdal (Ingólfur Davíðsson, 1953 a, bls. 48) og 1953 í Loðmundarfirði (Ingólfur Davíðsson, 1954, bls. 32). Á ferðum mínum hef ég fundið hnoðamaríustakk á nokkrum stöðum í Norðfirði og sums staðar mjög stórvaxinn og þroskalegan.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.