Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1960, Page 31

Náttúrufræðingurinn - 1960, Page 31
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 197 ofan, fór ég að athuga þessi eintök að austan nokkru nánar. Niðurstaðan varð sú, að þau tilheyri öll tegundinni Viola rivin- iaiia Rchb. Sú tegund er urn margt ákaflega lík Viola rcichenbachiana Jord., sem er hið rétta nafn á þeirri tegund, sem liefur verið kölluð V. silvestris (Lam.) Rclib., en þó er tiltölulega auðvelt að aðgreina blómguð eintök þessara tveggja tegunda, og þau eintök skógfjól- unnar, sem ég safnaði á Norðfirði voru öll blómguð og 8—12 cm á hæð. Við þessa ákvörðun hef ég notað nokkrar erlendar flórur, en þó fyrst og fremst Flora of the British Isles eftir A. R. Clapham, T. C. Tutin og E. F. Warburg, útg. í Cambridge 1952; þar að auki hef ég stuðzt við ritgerð eftir J. Clausen, Danmarks Viol-Arter, sem birtist í Botanisk Tidsskrift, 41. Bind, 1931, bls. 317—335. Á þessum eintökum mínum er krónan blá-fjólublá (rauð-ljólu- blá hjá V. reichenb.); krónublöðin eru það breið, að þau víxlleggj- ast (hvað þau gera ekki lijá V. reichenb.); sporinn er föl- eða livít- fjólublár á litinn (dökk-rauð-fjólublár hjá V. reichenb.); grópaður í oddinn (ekki hjá V. reichenb.); en nokkru grennri og oddmynd- aðri í laginu en hjá týpiskri V. rivmiana og líkist í því V. reichen- bachiana; separnir á bikarblöðununt mjög stórir, allt að Ys af lengd bikarblaðanna á lengd (separnir mjög litlir á V. reichenbach.); stíll frævunnar er stíll V. riviniana en ekki V. reichenbachiana, ef borið er sarnan við teikningu í fyrrnefndri ritgerð eftir J. Clausen (1931, bls. 319). Að þessu öllu athuguðu sést, að það eru aðeins sum atriði í lögun sporans, sem benda á Viola reichenbachiajia Jord., allt annað bendir á tegundina Viola riviniana Rchb. Og þó er eitt enn ótalið, en það er hin landfræðilega útbreiðsla þessara tveggja tegunda í nágranna- löndunum. Viola riviniana Rchb. vex um allar Bretlandseyjar, í Færeyjum, er algeng í Skandinavíu og vex norður á 70° n. br. í Noregi. Viola reichenbacliiana Jord. vex í Suður- og Mið-Englandi, er sjaldgæf- ari í Norður-Englandi og vafamál hvort hún hefur fundizt í Skot- landi (Clapham, Tutin og Warburg, 1952, bls. 245), í Skandinavíu vex hún aðeins í Suður-Svíþjóð og nær þar livergi norður fyrir 60° n. br. (Sjá E. Hultén, 1950, bls. 324) og vantar bæði í Noregi og í Finnlandi, og í Færeyjum finnst hún ekki. Bendir þetta eindregið til þess, að það sé Viola riviniana Rchb.,

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.