Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1960, Page 40

Náttúrufræðingurinn - 1960, Page 40
206 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN bólshamrar eru svo næstu hamrar þar norður af. Lengd þeirra er lítið eitt innan við km og hæð líklega um 60 m, þar sem þeir eru hæstir. í Fálkabólshömrum er hellirinn Fálkaból, sem ég hef ekki nánar athugað. Stóruskriðuhamrar taka þá við. Þeir eru stærstir og jafnastir af öllum hömrunum: lengd um 1 km og hæð 60—80 m. í Stóruskriðu- hömrum eru 2 stórir hellar, Skessuból og Stóri Gapi. Munninn á Skessubóli er í 234 m hæð og opið 2 m. Gólfinu í munnanum hallar 40° í austur, en þegar inn fyrir kemur 15° í norðaustur og er hellirinn 16 m langur, en opið tekur þar af 4 m. Breidd gólfsins er um 4 m og hæð hans inn í botni um 6 m og er hann að minnsta kosti jafn hár framan til. Stóri Gapi byrjar neðar, eða í um 226 m hæð, en hvelfing hans yzt er í svipaðri hæð eða nokkuð hærra en á Skessubóli, þ. e. a. s. hæð opsins er að minnsta kosti 10 m. Flann er fremst 15 m breiður og minnst 40 m langur. Halli gólfsins er um 35° og hefur loftið svipaðan halla, þó aðeins minni. Hefur því hellirinn í þverskurð fleyg-lögun. Breiddin alla leið inn í botn er 10—15 m. Næst fyrir norðan koma Mosabólshamrar. Þeir eru fremst um 100 m háir og er þar hellirinn Mosaból, en norður af lækka þeir mikið og hverfa smám saman inn í lilíðina (sbr. 1. og 2. mynd). Mosaból er um 15 m breiður gapi með op móti austri og annað minna móti suðri. Það byrjar í 231 m hæð og hallar gólfi um 40°, en loftinu eitthvað minna, svo hann hefur sams konar lögun og Stóri Gapi. Aðalhellirinn h'kist sprungu og er opið á móti suðri í þessari sprungu. Nokkrir núnir móbergshnullungar liggja skorð- aðir í sprungunni. Brúnin ofan við Snæbýli hefur ekkert nafn, sem nær yfir liana alla, en hún er öll mjög brött og víða hamrar, sérstaklega er fremsti hlutinn, Selnýjastrýta, girtur hömrum. í allri hlíðinni er fjöldi afdrepa við rætur hamranna, en hvergi neinn hellir fyrr en kemur að Skarðinu við norðurenda þeirra. í Skarðinu eru 200 m langir, þverhníptir, en ekki nema 30—40 m háir, hamrar. Snúa þeir móti norðri og er hellirinn Kaldiskúti í þeim. Kaldiskúti hefur tvö op, annað á móti norðri, en hitt á móti vestri. Vesturopið virðist vera eins konar sprunga, sem nær upp úr. Skorðuð í þessari illa löguðu sprungu Hggja stóreflis björg, sem mynda eins konar loft í hellinn. Munninn móti norðri er svo op

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.