Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1960, Page 42

Náttúrufræðingurinn - 1960, Page 42
208 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN TAFLA I. Nafn Hœðarlinur þéttar Jafnslétta llœtur Hellar Yið Hemru 60-100 60 60 _ Fálkahólshamrar 140-260 135 — — Slóruskriðuhamrar 160-300 150 220 235 Mosabólshamrar 180-300 160 220 240 Við Snæbýli 240-320 220 250 265 Skorufjall 220-360 200 230 — Mœlingar. Tölur þær, sem ég he£ gefið upp hér að framan um algildishæðir og aðrar, sem seinna verða upp gefnar, eru aðallega fengnar eftir tveim leiðum. í fyrsta lagi eftir kortum, og hef ég þá notað kort ameríska hersins í mælikvarða 1:50000 og uppdrátt íslands, blað 68 í mælikvarða 1:100000. Þar, sem kortunum hefur ekki borið saman, hef ég tekið ameríska kortið trúanlegra, því mér virðist það miklu betra. f öðru lagi hef ég gert beinar mæling- ar með loftvog og hæðarspegli. Tafla II er niðurstöður hæðarmælinga. í síðasta dálki er hæð á lofti í munna hellanna. Þetta er stærðin, sem færð er inn í töflu I. Utan á heiði eru einnig smáhamrar. Þeir eru allir lágir og stuttir og afdrepin undir þeim lítil. Mun ég ekki hér minnast á aðra en Fremri Einhyrningshamra. Þeir eru þar, sem Hólmsá kemur út úr gljúfrum, suðaustur af Einhyrningi. Breiðir Mýrdalssandur úr sér vestan árinnar og er vesturbakki hennar mun lægri en rætur hamr- anna, sem eru í 305—310 m hæð. Sjálfir hamrarnir eru lágir, í hæsta lagi um 10 m, og ekki samhangandi. í allt innan við 1 km á lengd. Nokkru sunnar en Fremri Einhyrningshamrar, í og upp af gilja- skorningum, sem Þríklofi heita, sá ég tvo greinilega malarhjalla (4. mynd). Er auðvelt að fylgja þeim langan spöl norður á bóginn. Ég stóð á neðri malarhjallanum, þar sem 4. mynd er tekin, þegar ég tók eftir þeim. Las ég þar af loftvoginni, og eftir því á hæð malar- hjallans að vera 311 m yfir sjó, en efri malarhjallann áætla ég 20 m hærri. Gljúfrin. Vatnaskil á heiðinni liggja vestur við vesturbrún henn-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.