Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1960, Page 62

Náttúrufræðingurinn - 1960, Page 62
228 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN bæta við 10—11 tegundum öruggum borgurum í gróðurríki lands- ins, er fundizt hafa síðan Flóra kom út í þriðja sinn. Hefur þeim verið lýst í Náttúrufræðingnum á þessu tímabili. Ræktað land stækkar ár frá ári, og til ræktunar hefur verið fluttur inn fjöldi jurta, trjáa og runna víðs vegar að. Flestar garð- jurtir eru af erlendum uppruna; einnig sum túngrös og allar gróð- urhúsajurtir og stofublóm. Sumar tegundir má kalla „blendnar", t. d. sum túngrös, því að sumir stofnar eru innlendir, en aðrir stofn- ar sömu tegundar fluttir inn frá útlöndum. Gróðurfarið breytist við búsetuna. Ræktað land fær erlendan gróðursvip og áhugi fyr- ir þekkingu á ræktuðum gróðri vex. Slæðingarnir eru í sér flokki og skemmtilegt fyrirbrigði, sem jafnvel gefa bendingar um ýms menningarsöguleg atriði. Fer hér á eftir ágrip af landnámssögu þriggja nýlegra slæðinga: 1. Geitakál (Aegopodium poclagraria) vex villt víða um Evrópu. Var fyrrum ræktuð sem grænmeti og lækningajurt og hefur þá borizt víða. Álíta sumir, að á Norðurlöndum bafi ]aað dreifzt út frá klausturgörðum í fyrstu. I Noregi vex það aðallega í ræktar- jörð, einkum í gömlum görðum, sem illgresi. Geitakál vex alla leið austur í Síbiríu og Sv.-Asíu. Það barst til Ameríku fyrir löngu og vex þar nú villt. Það mun hafa verið laust fyrir 1940, að ferðamenn sögðu frá ein- kennilegri, livítblómgaðri jurt, svip- aðri lítilli hvönn, sem þeir hefðu séð í Fáskrúðsfirði. Sumarið 1948 var ég á ferð eystra og skoðaði þennan ,,bvannabróður“, sem reyndist vera geitakál. Óx það í nokkrum görðum að Búðum og einnig við nokkra sveitabæi, aðallega Kolfreyjustað og Gestsstaði. Sumarið eftir sá ég geitakálið liér og hvar í Neskaupstað og sumarið 1950 í Brekkuþorpi og að Hesteyri og víðar við Mjóafjörð. Sögðu Mjófirðingar, að geita- kálið hefði verið flutt að Hesteyri frá Asknesi, en þar höfðu Norð- 1. Geitakál.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.