Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1960, Side 65

Náttúrufræðingurinn - 1960, Side 65
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 231 Jóhanncs Áskelsson: Gísli Sveinsson, sýslumaður, og Kötlugosið 1918. Á stjórnarfundi Hins íslenzka náttúrufræðifélags þ. 21. september 1959 bar formaður félagsins, Jóhannes Áskelsson, fram tillögu um, að Gísli Sveinsson, fyrrv. forseti sameinaðs Alþingis og sendiherra, yrði gerður heiðursfélagi. Lagði formaður fram greinargerð þá, er hér birtist. Tillagan var samþykkt með öllum atkvæðum stjórnarinnar. Gísli Sveinsson andaðist þ. 30. nóvember 1959. Örlögin hafa því ráðið, að Hið íslenzka náttúrufræðifélag verður að láta sér nægja birtingu þessarar greinar. Ritstjórinn. Eins og kunnugt er, voru 12. október 1958 liðin 40 ár frá því Katla gaus síðast, að minnsta kosti svo að vart hafi orðið við. Var þetta eitt af meiri háttar gosum hennar. Haustið 1918 var ekki völ á mörgum íslenzkum mönnum, hvorki náttúrufræðingum né öðr- um, sem vænta hefði mátt af að fylgdust með ferli gossins og atliug- uðu það. Guðmundur G. Bárðarson bjó þá búi sínu norður á Bæ í Hrútafirði, dr. Helgi Pjeturss var þá hættur að mestu að fást við jarðfræðirannsóknir og prófessor Þorvaldur Thoroddsen aldur- hniginn úti í Kaupmannahöfn, og þá var ekki flogið á örfáum klukkutímum milli íslands og meginlandsins, eins og nú. Er því ekki annað sjáanlegt, en að engar frásagnir liefðu orðið til af þessu fyrsti Kötlugosi 20. aldarinnar, fyrir utan nokkrar blaðagreinar, ef þáverandi sýslumaður Skaftfellinga, Gísli Sveinsson hefði ekki tek- ið sig til og fylgzt með gosinu frá upphafi þess til enda, og skráð um athuganirnar merka skýrslu. Auk sýslumanns gerðu þeir Guð- geir Jóhannsson, kennari, og Samúel Eggertsson staðbundnar at- huganir á gosinu um hríð, og eru til um þær athuganir skráðar heimildir frá þeirra hendi. Bæði Guðgeir og Samúel eru nú látnir. Skýrsla sýslumanns er lang fullkomnust þessara frásagna og mun

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.