Náttúrufræðingurinn - 1936, Blaðsíða 30
24 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
III111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 i 111111111111111111111111111111111111111111
1. mynd. Fjörugrös (Chondrus crispus).
4. Fjörugrös.
Fjörugrösin eru hörð viðkomu, nærri því brjóskkennd. Líkami
plöntunnar er meir eða minna flatvaxinn, en vanalega margkvísl-
óttur að ofan. Greinarnar breiðast út til tveggja hliða, svo að
plantan verður nokkuð breið um sig að ofan. Liturinn er, eins og
áður er tekið fram, rauður, eða purpurabrúnn, með bláleitum blæ.
Að öðru leyti er tegund þessi allbreytileg, og til m. a. í tveimur af-
brigðum fyrir utan aðaltegundina. Á aðaltegundinni er líkaminn
9—11 cm. á hæð, og hinar efri greinar eru um 2—5 mm. á breidd.
Á öðru afbrigði er hæðin 8—10 cm., en breidd greinanna 5—10
mm., og hjá hinu eru samsvarandi tölur, um 15 cm. og 2—3 mm.
Sjóarkræðan líkist í fljótu bragði ýmsum afbrigðum fjörugras-
anna, en ef vel er aðgætt, má greina þessar plöntutegundir í sund-
ur á því, að einskonar renna er öðrum megin á sjóarkræðunni, en
fjörugrösin eru alveg flöt.
5. Hrossaþarinn.
Þá eigum við eftir að kynnast hrossaþaranum (Laminaria
digitata), og reyna að þekkja hann. Fyrst verðum við að gera okk-