Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1936, Síða 39

Náttúrufræðingurinn - 1936, Síða 39
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 33 fliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimniiiiii 3. myna. Marfló (Gammarus pulex), með sérteikningum af ýmsum líkamshlutum hennar. 3. Kampalampaveiðar. Kampalampinn Varð uppgötvað- ur, ef svo má að orði komast, árið 1898. Danskir og norskir vís- indamenn fundu þá hér um bil samtímis ágæt kampalampa-mið, Dr. Joh. Petersen við Bohuslán í Svíþjóð, en próf. Johan Hjort í Oslofirði. Strax byrjuðu veiðarnar, og aðeins fjórum árum seinna voru veiddir kampalampar fyrir um 200.000 kr. Aðalveiðin hefir farið fram á 100—200 m. dýpi, en þó hefir talsvert veiðzt grynnra, alla leið upp á 40 m. dýpi. Veiðarfærin eru einkum rækjubotn- vörpur, og rækjuháfar. Sumsstaðar eru notaðar botnvörpur með hlerum, en annarsstaðar eru þær hafðar hleralausar, en þá er fót- reipið þyngt niður með sökkum. Rækjuháfa hefi eg ekki séð, svo eg muni. Þeir eru lokaðir að neðan, en um opið er sterkur stál- hringur. í þessa háfa er látin beita, og þeim er sökkt niður, í þá safnast rækjurnar. Eigi er mér kunnugt um, að þeir séu dregnir á eftir skipunum, heldur beint upp, og ekki get eg heldur sagt neitt um það, hve lengi þeir eru látnir liggja, né hvaða beita er notuð. Þeim til leiðbeiningar, sem kynnu að vilja afla sér frekari upplýsinga um rækjuveiðarfæri, vil eg taka þetta fram: 3

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.