Náttúrufræðingurinn - 1936, Blaðsíða 46
40 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
...............................................
Marhálmurinn.
1. Lýsing.
Marhálmurinn (Zostera marina) er ein áf þeim fáu blóm-
plöntum, sem lifa í sjó, jafnvel þótt leitað sé um allan heiminn,
heimskautanna á milli. Eins og okkur er kunnugt, eru sjávarbú-
arnir úr jurtaríkinu einkum ýmsir þörungar, raicðþörungar, græn-
þörungar, blágrænþörungar, brúnþörungar og svifþörungar af
ýmsu tagi, og svo gerlarnir eða bakteríurnar. Marhálmurinn er til
beggja megin Atlanzhafsins, bæði við strendur Evrópu og Amer-
íku. Hann vex á grunnu vatni, allt frá stórstraumsfjöruborði, og
út að tuttugu metra dýpi, þar sem svo hagar til, að sjórinn er
hreinn, og sólarljós nægilegt, því að hann þarf mikla birtu. Einnig
þarf hann helzt kyrran sjó, og hefst því helzt við í víkum og vog-
um, þar sem ekki er mikið brim, og mjúkan botn þarf hann til
þess að geta fest rætur, helzt leir eða sand. Stönglarnir liggja flat-
ir í leirnum, þeir eru það, sem við myndum kalla jarðstenglur, ef
um plöntu á landi væri að ræða. Þar sem skilyrði eru góð, er allur
botninn gegnofinn af jarðstenglum, en upp frá þeim koma blóm-
stönglarnir, sem bera óásjáleg blóm, eins og frænkur marhálmsins,
nykrurnar, sem lifa í vötnum á landi. Út frá stöngulliðum jarð-
stenglanna spretta einnig blöðin; þau geta verið um einn metri á
lengd, en mjó eins og blöð á grösum, og eftir þeim endilöngum
liggja vanalega þrjár taugar. Á blöðunum, sem liggja beint upp
í sjónum, er mjög fjölskrúðugt dýralíf, þar eru krabbadýr og smá-
sniglar meðal annars, en á milli blaðanna, 1 þessum mjúka dökk-
græna skógi, er fjöldinn allur af smáfiskum, og fiskalirfum, að
minnsta kosti á sumrin, þar eru marflær, rækjur, og margt annað.
Þar sem mikið er um marhálm, hefir hann hina mestu þýð-
ingu, bæði beinlínis og óbeinlínis. Á sumrin myndar hann undir-
stöðu undir heilar hersveitir af allskonar dýrum, sem þarna mynda
félag, eins og það er kallað, zostera-félagið, en þar með er þó ekki
lýst þeim mikla skerfi, sem hann leggur af mörkum sjávarbúum til
lífsframdráttar. Á haustin losna blöðin unnvörpum frá botnstengl-
unum, og vegna þess, að í þeim eru holur, fylltar lofti, fljóta þau í
yfirborði sjávar, og berast oft frá landi með straum og vindi.
Þarna deyja þau, verða brún að lit, rotna að nokkru leyti, þá
kemst vatn í loftholurnar, og blöðin liðast í brúna smábúta, sem