Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1936, Blaðsíða 65

Náttúrufræðingurinn - 1936, Blaðsíða 65
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 59 iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiimiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiii ingurinn" vildi birta hana. Skal nú skyggnast betur um í heimi rjúpnanna. Kynna okkur ætt hennar og óðöl, ef vera kynni, að einhver vitneskja fengist á þann hátt, er hafandi væri fyrir satt og fleiri stoðir rynnu undir, en trúin ein. Rjúpurnar teljast til þess ættbálks (Ordo) í fuglaríkinu, er nefnist Hænsnaættbálkur (Galliformes). Aðal-einkenni hænsna- fuglanna koma flest glöggt fram á rjúpum. — Fremur stuttur, gildvaxinn, vöðvamikill bolur, stuttur háls, — höfuðlitlir fuglar, með all-digurt, stutt nef, hvelft að ofan, með niðurbjúgum gogg. Vængir stuttir og snubbóttir. Fætur þreklegir, ekki tiltakanlega langir, með sterkum, fremur stuttum klóm. Stélið oftast stórt, með sterkum litum. Sumir hænsnafuglar eru all-stórir fuglar. Allir eru þeir bol- miklir og þungir til flugs, og því að meira eða minna leyti stað- bundnir í heimkynnum sínum, þótt frá því séu nokkurar undan- tekningar. Hænsnafuglarnir eru algerðir landfuglar. Flestir eiga þeir heima í skóglendi, en þó ekki allir. Karlfuglinn er skrautlegri en kvenfuglinn. Þeir eru jurta-ætur, en éta einnig flestir skordýr og orma o. fl. Hænsafuglarnir eru flestir sérstaklega kenndir við það, að krafsa og róta um jarðveginum. Þeir eiga heimkynni um allan heim, en sérstaklega í hinum heitari löndum. Orra-ættin (Tetraonidae) eru norrænir hænsnafuglar, sem að- allega eiga heima í barrskógabeltum norrænna landa, í Asíu, F.vrópu og Ameríku. í Afríku eru þeir ekki til. Rjúpurnar eru orraættar. Þær teljast til sérstakrar ættkvíslar (Genus) innan ættarinnar. Til rjúpnaættlcvíslarinnar (Lagopus) teljast að minnsta kosti fjórar aðaltegundir (Species), sem flestar skiptast í margar undirtegundir (Subspecies). Þessar fjórar aðal- tegundir rjúpna, heita þannig á máli fræðimanna (latínu) : La- gopus lagopus, Lagopus Scoticus, Lagopus mutus og Lagopus leu- curus. (Lagopus þýðir eiginlega „héralöpp“, þ. e. loðfætla). Fyrst nefnda tegundin, er sú, sem Norðurlandabúar kalla dal- rjúpu (L. lagopus), en Bretar og Ameríkumenn, ví&irjúpu (Willow Ptarmigan). Hún á heima um öll norðlæg lönd, allt umhverfis hnöttinn, og greinist sundur í margar undirtegundir. Hún er mjög staðbundin í háttum. Barrskógabeltin eru aðalheimkynni þessarar tegundar, en í Norður-Ameríku er hún þó á nokkurum stöðum norðan barrskóganna, og hefst þá við í víðikjörrum. Önnur tegundin, er skozka rjúpan (L. Scoticus), Red Grouse kalla Bretar hana. Hún á heima á Bretlandseyjum, þ. e. á Skot-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.