Náttúrufræðingurinn - 1939, Qupperneq 5
NÁTTÚRUFRÆÐINGURÍNN 163
...................
til þess, að Kepler gat skömmu eftir 1600 fundið reglur um
gang reikistjarnanna, reglur, sem urðu til þess að Newton gat
sett fram almenn hreyfingarlögmál, sem er einn af stærstu sigr-
um, er mannsandinn hefur unnið.
Reikistjarnan Marz hefur þannig orðið eitt þrep á leiðinni
til aukinnar þekkingar.
Síðan kemur sjónaukinn til sögunnar. Efi manna á því, að
jörðin sé ein af reikistjörnunum fer stöðugt minnkandi. Galilei,
sem fyrstur manna notaði sjónaukann til þess að skoða fjar-
læga hnetti, sá eftirmynd kopernikanska kerfisins í reikistjörn-
unni Júpíter með tunglum sínum. Og jafnharðan og reikistjörn-
urnar voru skoðaðar sem hnettir svipaðir jörðinni, gat ímynd-
unarafl manna byggt hnetti þessa lifandi verum svipuðum jarð-
búum, en flestir hafa litið á mál þetta frá því sjónarmiði, að
verur þessar ættu að vera svipaðar jarðbúum, sérstaklega
mönnum. Hér var nú marga nábúa um að velja, og eins og vant
er líta menn fyrst á það, sem næst er, en það var í þessu tilfelli
tunglið, sem heita má að sé heima við bæjardyrnar hjá okkur,
eða nánar tiltekið í tæpra 400 000 km. f jarlægð, ,en það er að-
eins tíföld fjarlægðin kringum jörðina. f kíki má greinilega sjá
fjöll á tunglinu og fljótt á litið virðist allt vera sem byggileg-
ast. Tunglið er sem sagt í svipaðri fjarlægð frá sólu og jörðin,
svo að þar mætti gera ráð fyrir svipuðum hita. Fljótlega kom
þó í ljós, að tunglið var ekki sérstaklega byggilegt fyrir okkur
jarðbúa. Þar vantaði sem sé vatn, og það, sem þótti öllu verra:
það er loftlaust með öllu. Menn urðu því að sætta sig við það,
að þar væru ekki menn — og litu þá um leið svo á, að þar væri
líflaust með öllu. Auðséð er á sögu skáldsagnahöfundarins Jules
Verne, „Förin til tunglsins“, að menn hafa á hans tímum, fyrir
hundrað árum, haft mestan áhuga á tunglinu og haldið að þar
Skýring á myndinni á bls. 162.
Með hvítu heimskautahettunum sínum líkist reikistjarnan Marz jörðinni.
Þessar hettur líkjast helzt hélu eða hrímfrosti. Stjarnan snýst um möndul
sinn á hér um bil 24 klst. eins og jörðin. Gufuhvolfið er mjög þunnt og gegn-
sætt, þannig að yfirborð hnattarins sést vanalega greinilega í gegn.
Á fjórum efstu myndunum sjáum við dökkan blett nálægt norðurheim-
skauti, og hefur hann verið kallaður „Acidalium-haf“.
(Hutchinson: Splendor of the Heavens.)
11*