Náttúrufræðingurinn - 1939, Page 6
164 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
iiiiiiiiiiimiiiimMiiiiiiiiiimiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiamiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiimiiiiiimiiiiiiiimimiimiiiiiiiiiiiliiiiiiiiliiliilti
væri byggilegt, þótt stjörnufræðingar væru þá flestir komnir á
aðra skoðun. Jules Verne hefði annars alveg eins vel getað rit-
að söguna „Förin til Marz“, því að í skáldsögu eru báðar ferð-
irnar jafnauðveldar.--------------------Um 50 árum síðar er tunglið orð-
ið óbyggilegt í hugum fólksins. Nú þarf að leita lengra. Nú eru
næstar reikistjörnurnar Venus, sem er nær sólu en jörðin, og
Marz, sem er fjær sólu. Venus hafði m. a. þann ókost, að ekki
er hægt að sjá hana, þegar hún er næst jörðinni. Hún er þá í
svipaðri átt og sólin. Auk þess virðist yfirborð hennar vera hul-
ið skýjum, svo að .erfitt er að fá nánari vitneskju um hana.
Öðru máli er að gegna með Marz. Marz er hæst á lofti um
miðnætti, þegar hann er næst jörðu. Minnsta fjarlægð hans
er þá 55 milljónir kílómetra eða eins og 1400 sinnum kringum
jörðina. Þetta gerði mönnum að vísu erfiðara að komast í sam-
band við hina væntanlegu Marzbúa, en um engan annan stað
var að ræða nær. Stjörnufræðingurinn Flammarion velur, um
50 árum síðar en Jules Verne, Marz fyrir bústað mannlegra
vera í bók sinni Úranía, sem margir af lesendunum þekkja.
Rannsóknir næstu áratuga, jafnvel allt fram um stríðsárin,
styrktu menn frekar í trúnni á að Marz væri byggður skyni
gæddum verum, sem að minnsta kosti stæðu mönnum ekki að
baki.---------------
Marz snýst um sjálfan sig á rúmlega 24 stundum, svo að
sólarhringurinn er aðeins lítið eitt lengri en hjá okkur, en árið
er aftur á móti um 680 dagar. Okkur þættu ekki vegalengd-
irnar á Marz voðalegar. Þær eru töluvert minni en á jörðinni.
Það er allt að því helmingi styttra kringum Marz en kringum
jörðina, og vegna þess hve efnið er minna í Marz, yrðum við
auk þess hér um bil þrisvar sinnum léttari á okkur. Ekkert af
þessu gerir Marz sérstaklega óbyggilegan í okkar augum. Síð-
ur en svo. Aftur á móti er Marz verulega fjær sólu en jörðin,
eða nánar tiltekið í hálfri annarri jarðfjarlægð frá sólu. Sólin
nýtur sín því töluvert minna, og þess má vænta, að hitinn sé
verulega lægri en hér. Virðast flestar mælingar nú benda til
þess, að meðalhitinn sé mjög lágur, allmikið fyrir neðan frost-
mark. Ekki væri þó þessi lági hiti beinlínis hindrun fyrir lífi.
Á síðara hluta aldarinnar sem leið, reyndi fjöldi stjörnufræð-
inga að gera kort af Marz, og urðu kort þessi stöðugt fullkomn-