Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1939, Qupperneq 8

Náttúrufræðingurinn - 1939, Qupperneq 8
166 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN iiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiimiiiiiiimiiiliíiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiinniiiiiiiiiiiiiimiiíiniiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiii séð áður, og heldur engir aðrir gátu séð fyrr en mörgum árum seinna, jafnvel þótt þeir hefðu miklu betri sjónauka. Ýms- ir efuðust því um uppgötvanir Schiaparellis, en aðrir þökkuðu þær því, hve hann hefði góð augu og hve loftið í Milano væri stillt og tært, en þar gerði Schiaparelli athuganir sínar. Það, sem Schiaparelli sá og mesta athygli vakti, voru örmjó dökk strik, sem lágu þvert og endilangt um meginlöndin. Strik þessi voru þráðbein að sjá og lengdir þeirra eru oft nokkur þús- und kílómetrar. Þar sem strikin skerast var svo að sjá, sem væru litlir dökkir blettir og lágu oft mörg strik út frá sama bletti í ýmsar áttir. Bletti þessa nefndi Schiaparelli ,,óasa“ og strikin skurði. Skurðirnir virtust helzt liggja annaðhvort á milli óasanna eða frá óösunum út í alla flóa á úthöfunum. Eftir teikn- ingum Schiaparellis verður Marzlíkanið svipaðast bolta, sem er saumaður inn í fíngert net. Tveim árum eftir að Schiaparelli sá fyrst skurðina, varð hann var við ýmsar breytingar, sem sé að sumir skurðirnir voru orðnir tvöfaldir og virtist þessi breyt- ing fara eftir árstíðaskiptum á Marz. Eftir teikningunum virð- ast skurðirnir vera 50 til 100 km. breiðir, en fjarlægðin milli tveggja skurða, sem liggja nákvæmlega samhliða, ,er mörg hundruð kílómetrar. Tíu árum eftir uppgötvanir Schiaparellis fóru fleiri að sjá þessi fyrirbrigði. Meðal annars lét Ameríkumaðurinn L o w e 11 byggja stóran stjörnuturn í Flagstaff í Arizona í Bandaríkjun- um. Loftið er þar mjög hreint og kyrrt og athugaði Lowell Marz með miklum áhuga, sérstaklega 1894, þegar Marz var mjög nærri jörðinni. Mátti þá sjá ýmsar breytingar á yfirborð- inu. Ein hin greinilegasta var sú, að hvíta skelin á suðurpóln- um hvarf alveg, þegar sumar var á suðurhveli Marz. Lowell sá skurðina svipaða og Schiaparelli hafði séð þá, en nýir skurðir bættust við, sem áður höfðu ekki sézt. Allar þessar athuganir styrktu menn í trúnni á líf á Marz. Sumir héldu jafnvel, að skurðirnir svonefndu væru raunveru- lega stórkostleg mannvirki. En til þess að það hefði getað átt sér stað, urðu Marzbúarnir að vera komnir verulega mikið lengra áleiðis í tækni en við jarðbúarnir, eða að minnsta kosti að geta notað vinnuafl sitt á mikið annan hátt en við. 1) Óasi = gróðurhólmi í eyðimörku. Á. F.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.