Náttúrufræðingurinn - 1939, Side 10
168 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
iiiiiiiiiiiiimiiiiiimiiiiiimiiiiiimiiimmiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiininniimiiiimiiiiiiiiiiiiiiimiimiiiiiiiiiiiiininnninm*
hlutir eins og skurðirnir eru máist út við ókyrrðina á loftinu,
en sjónin sér skurðina aðeins augnablik og augnablik í einu.
En auðvelt er að sýna, að mikil hætta er á sjónhverfingum, ef
farið er að rýna mjög í óljósa hluti. Ef til dæmis eru málaðir
daufir blettir á pappírsblað og horft á blaðið nokkuð tilsýnd-
ar, sérstaklega af einhverjum, sem ekki veit hvað er á blaðinu,
getur mönnum auðveldlega sýnzt dauf strik milli blettanna eða
milli allra skarpra horna á blettunum. Verða strik þessi mjög
áþekk Marzskurðunum að sjá. Nú er því álit flestra, að mjög
vafasamt sé að skurðirnir séu annað en sjónblekking. Að í raun
réttri sjáist ýmsir mjög daufir blettir á Marzyfirborðinu, þar
sem skurðirnir virðast skerast, en augað tengir bletti þessa
saman.
Þótt álit manna sé nú, að skurðirnir séu sjónblekking að
mestu leyti, ber þó ekki að skilja það svo, að allt, sem sést á
Marz, sé sjónblekking. Ýmislegt er þar, sem þeim, sem athug-
að hafa, ber saman um og sem einnig ljósmyndir sýna, sérstak-
lega ef þær eru teknar á plötur, sem næmar eru fyrir rauðum
og útrauðum geislum. Það atriði, hve mikill munur er á mynd-
um, sem teknar eru á slíkar Ijósmyndaplötur, og svo plötur,
sem aðallega eru næmar fyrir bláum geislum, sýnir eitt út af
fyrir sig, að gufuhvolf er á Marz. Rauðu geislarnir komast mik-
ið auðveldar gegnum gufuhvolf en bláu geislarnir og sýna því
mikið betur einkenni yfirborðs reikistjörnunnar.
Það er tiltölulega auðvelt að reikna út, hvort þess megi vænta
að gufuhvolf sé kringum stjörnu. Eðli lofttegunda er að dreif-
ast út í geiminn. Allir kannast við þennan eiginleika. Það eina,
sem hindrar gufuhvolf jarðarinnar í að breiðast út um alheim-
inn, er aðdráttarafl jarðarinnar. Til þess að hlutur geti yfirgef-
ið jörðina alveg, þarf hann að hreyfast með geysihraða, alveg
sama hvort hann er stór eða lítill. Loftið er samsett af örsmá-
um eindum, sem eru á fleygiferð, en hraði þeirra er mjög mis-
jafn, allt eftir hita lofttegundarinnar og hvaða lofttegund það
er, sem um er að ræða. Til dæmis þarf hraði hlutar við yfirborð
jarðar að vera rúmir 11 km/sek. til þess að hann komist alveg
burt frá jörðinni. En þetta er um það bil 6 sinnum meiri hraði
en meðalhraði vatnsefniseindanna við 0 stiga hita, en þær fara
hraðast allra eindanna í andrúmsloftinu. Hér er aðeins um
meðalhraða að ræða, svo að sumar eindirnar fara mikið harð-