Náttúrufræðingurinn - 1939, Qupperneq 11
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 169
miiiimiiimiimiiiimiiiiiiiiimiiimtmmiiiiiimiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiuimiiiimiimimiiiimmimmiiimiiiiiiiiiiiiiimmmmi
ar, en samt er hægt að sýna fram á, að jörðin á ekki að missa
neitt verulegt af gufuhvolfi sínu á þennan hátt, jafnvel þótt
þúsundir milljónir ára sé um að ræða.
Tunglið hefur svo miklu minna aðdráttarafl en jörðin, að það
ætti að hafa misst allar léttari lofttegundir gufuhvolfs síns, eins
og vatnsefni, vatnsgufu, köfnunarefni og súrefni, en þyngri loft-
tegundir eins og t. d. kolefnistvísýringur, sem myndast þegar
kol brenna í súrefni, ætti ekki að hafa tapazt, ef tunglið hefði
aldrei verið heitara en nú er. — Ef gufuhvolf tunglsins hefði
upphaflega verið eins og gufuhvolf jarðarinnar er nú, ætti því
lítið sem ekkert að vera eftir, enda kemur það heim við stað-
reyndir.
Við skulum nú líta á Marz. Til þess að hlutur geti yfirgefið
hann, þarf hraðinn við yfirborðið að vera 5 km/sek. Mætti því
ætla, að gufuhvolfið þar væri mikið þynnra en á jörðinni. At-
huganir sýna aftur á móti, að þar sé eitthvað gufuhvolf. Þarf
ekki nema að athuga hvítu blettina við pólana, sem stækka og
minnka eftir árstíðum og hverfa stundum alveg. Er ekki vafi
á, að það stafar af bráðnun eða uppgufun þess efnis, sem þeir
eru úr, hvort sem það er ís eða annað efni.
Það er meira að segja hægt að reikna út, að efni þetta —
snjólag getum við kallað það — er ekki nema fárra sentímetra
þykkt.
Allar rannsóknir síðustu ára benda í þá átt, að Marzgufu-
hvolfið sé mjög þunnt. Súrefni andrúmsloftsins þar er áreiðan-
lega ekki meira en Vjooo partur súrefnis í gufuhvolfi jarðar. Að-
eins hefir fundizt vottur af vatnsgufum og kolefnistvísýringur
hefir ekki fundizt — en allar líkur eru þó til að einhver gróður
sé þar. Benda'vissar breytingar á að svo sé. Mætti því ætla, að
kolefnistvísýringur sé þar, þótt engan veginn sé það víst.
Hinn rauði litur Marz, sem allir kannast við, bendir nær því
ótvírætt á súrefnissambönd. Má ætla, að bergtegundirnar þar
hafi tekið til sín mikið af súrefni — veðrazt, eins og við köllum
það. Svipað er að gerast hér á jörðunni. Þótt jörðin tapi ekki
súrefni út í geiminn, þá er það stöðugt að bindast ýmsum efn-
um á yfirborði jarðar — við stöðuga veðrun eða sýringu berg-
tegundanna. Má því ætla, að á milljörðum ára verði allt súrefni
jarðgufuhvolfsins bundið — og ástandið hér þá að ýmsu leyti
svipað því sem nú 'er á Marz.
Ef hugsanlegt væri, að menn, eða einhverjar af æðri dýra-